Sakbending međ samlíkingu er rógur

Tvćr samlíkingar eru rökstuđningur fyrir ásökun Fréttablađsins um ađ Ásgeir seđlabankastjóri hafi stoliđ texta Árna H. Kristjánssonar sagnfrćđings. Árni er sjálfur höfundur ađ báđum samlíkingunum. 

Í Fréttablađinu er beint haft eftir Árna:

Ţađ sem fékk mig núna til ţess ađ rakna úr rotinu međ ţetta mál er svívirđileg framkoma gagnvart Bergsveini Birgissyni og ađ Ásgeir skuli segja ađ hann hafi aldrei veriđ ţjófkenndur fyrr.

Bergsveinn Birgisson hefur sakađ Ásgeir um ađ nýta sér hugmyndir sínar um efnahagslegar forsendur landnáms. Ţađ mál er í farvegi og algjörlega ótengt ásökun Árna. Seđlabankastjóri stendur einfaldlega vel til höggs. Árni og Fréttablađiđ nýta sér ţađ. 

Seinni samlíkingin er enn langsóttari. Hún er sú ađ ţar sem Ásgeir hafi veriđ einn af 53 höfundum rannsóknaskýrslu um fall sparisjóđanna hljóti hann ađ vera ábyrgur fyrir meintum ritstuldi. Ásgeir segir í viđtengdri frétt: „Ég var einn ţess­ara 53. Ekk­ert efni er ţó höf­und­ar­merkt mér sér­stak­lega." Seđlabankastjóri er eftirsóknarvert skotmark. 52 ekki-seđlabankastjórar verđa aldrei forsíđuefni.     

Ţađ má vel vera ađ Árni H. Kristjánsson sagnfrćđingur hafi ekki notiđ höfundarréttar síns og orđiđ fyrir ritstuldi. En ţađ er ósmekklegt af honum ađ ásaka seđlabankastjóra međ ekkert í höndunum annađ en samlíkingar. 

Sakbending međ samlíkingu er háttur óvandađra ađ finna sér sökudólg ţegar fátt er um fína drćtti í málsatvikum. Sakbending međ samlíkingu er rógur.

Fréttablađiđ gerir róginn ađ forsíđufrétt. Ţeir sem klćđa róg í búning fréttar ćtla sér ekki ađ upplýsa heldur ásaka á fölskum forsendum. Ef nógu margir taka undir verđur aldrei spurt um forsendur og rök.    


mbl.is Fréttaflutningur Fréttablađsins óbođlegur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju má Ásgeir Seđlabanka ekki hafa áhuga á sagnfrćđi og viđra sínar skođanir á henni? Ekki veit ég neitt um ţenna Árna né hef heyrt hans getiđ

Halldór Jónsson, 6.1.2022 kl. 13:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband