Vísindi, örvænting og heilagur sannleikur

Við eigum að hafa áhyggjur af nýju afbrigði Kínaveirunnar en örvænta ekki, segir Biden leiðtogi hins frjálsa heims og húsbóndi í Washington. Svo kemur þetta:

„Við erum með bestu bólu­efn­in í heim­in­um, bestu lyf­in, bestu vís­inda­menn­ina og dag­lega erum við að læra eitt­hvað nýtt,“ sagði for­set­inn.

Ef við lærum daglega eitthvað nýtt þá var þekking okkar í gær vitleysa. Á morgun verður það rangt sem við trúum að sé satt í dag.

Vísindi og pólitík eru samfléttuð í örvæntingu samtímans um að við séum öll að deyja, vegna Kínaveiru eða loftslagsbreytinga.

Við lifum í bjálfamenningu. Allt er annað hvort eða. En lífið er bæði og. Einu sinni vissum við að hinstu rök verða alltaf hulin. Í dag höldum við okkur vita allt. En morgundagurinn býður upp á nýjan sannleika og krefst hlýðni við hann.

Menning okkar var snöggtum heilbrigðari þegar allur þorri manna trúði á almættið. Vegir guðs eru órannsakanlegir enda ekki mannsins að skilja nema brotabrot af eilífðinni. Vísindin eru aftur rannsakanleg. En þau kenna að eitt sé satt í dag en annað á morgun. Og hvorutveggja er heilagur sannleikur. 

 


mbl.is Eðlilegt að hafa áhyggjur en óþarfi að örvænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Færð hrós fyrir að ná vel utan um samtíma ofurtrú á vísindi. Á sama tíma má er ekkert tekið mark á visindalegum aðferðum sem er að prófa sig áfram að betri lausn.

Bjálfamenning er gott orð.

Rúnar Már Bragason, 30.11.2021 kl. 15:13

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

... Og bestu lygalaupa og sögusmettur um fjandmenn sína;Hvaða hluti ríkisins er VIÐ.

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2021 kl. 16:29

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Amen Páll.

En að baki svona skrifum er hagsmunir heimskunnar.

Ég var nýlega að horfa á þátt á National eitthvað, þar sem fjallað var um flotaveldi Feneyinga, sem hvarf eftir síðpláguna 1562, þá dóu of margir til að hægt væri að endurnýja viðskiptatengsl, skipasmiði eða sjómenn. 

Hingað til hefur þú látið það eiga sig Páll að fóðra þá heimsku sem tröllríður þann útnára sem Moggabloggið er, og kenna má við afneitun á veirum og vírusum. SEm lætur eins og þekking mannsins á drepsóttum hafi orði til um leið og viðkomandi lærðu að stafa Bill Gates.

En það er eins og þú sért kominn í nauðvörn vegna staðfestu þinnar að halda haus gagnvart árásum medíunnar, þess sem almennt er talið að fara rétt með, sem hefur gert þig að virkilega ljótum manni, einhverjum sem spinnur þræði úr skúmaskotum myrkurs, fáfræði, ofstækis.

Sá haus sem þú heldur Páll, og er greinilega farinn að þrúga þig, eins og þú sért farinn að "hengja haus", réttlætir á engan hátt að vanvirða vísindi eða þekkingu mannsins.

Það að við vitum ekki allt, eða að þekking okkar er ófullkomin til að skýra margt af því sem við upplifum eða teljum okkur vita, jafnvel þó einhver misgáfaður stjórnmálamaður tengi sig við ófullkomleik þekkingarinnar, réttlætir ekki á nokkurn hátt pistil þinn eða ályktanir.

Vissulega hefur þú kostið að ljúga öllu því sem hægt er að ljúga um loftslagsbreytingar, en sú lygi eða vísvitandi blekking til að fóðra fólk sem vill láta blekkja sig, snýr að einhverju sem liggur í framtíðinni, en veiran, hún ógnar lífi í dag.

Þekking okkar gagnvart henni, eða þeirri ógn sem stafar af bráðsmitandi veirusýkingum, er aðeins vaxandi í dag, og margfaldast á morgun.

Þá kaust þú Páll, í einhverri örvæntingu þess sem réðist á hin helgu vé þess auðs sem margvisst hefur unnið að því í mjög mörg ár að koma þjóðinni í ESB og þar með auðlindir hennar í vasa gíruga fjármagnseigenda, að gera þig að hreinu fífli í samhengi þess sem pistill þinn á að tjá; "Við lifum í bjálfamenningu".

Sem er kannski rétt, og vissulega má færa rök fyrir, en ekki í því samhengi sem þú kýst að setja þennan dóm þinn í.

Eftir stendur spurningin Páll, af hverju kýst þú að fífla fólk, og á sama tíma sveiflar þú meintu sverði réttlætis í pistlum þínum?

Það er eins og þú trúir ekki þínum eigin orðum.

Keðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2021 kl. 17:34

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það að trúa ekki á Grétu og vísindamennina sem sögðu um síðustu aldamót að norðurpóllinn yrði horfinn 2018 gerir okkur algjörlega ómarktæka. Það er engin þörf lengur að ræða hlutina. Það sem viðheldur vírusnum eru handleggirnir sem mæta alltaf aftur í næstu sprautu. Eg sé fólk fyrir mér mæta dáleiddir með handlegginn í sprautu 14 og vona það besta og auðvaldið túttnar út sem aldrei fyrr.

Kristinn Bjarnason, 30.11.2021 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband