RÚV er eitraða peðið, meðferðin á Lilju hræðir

Förum við ekki að fá nýjan ráðherra, nánast kjökraði Broddi Broddason fréttaþulur RÚV í hádeginu í gær (8:15).

Á Efstaleiti ríkir umsátursástand, bæði vegna afdrifa Namibíumálsins og lögreglurannsóknar. RÚV vantar bráðnauðsynlega ráðherra til að beita fyrir sinn vagn.

Ráðherraefni vilja helst ekki koma nálægt ráðuneyti menntamála sem RÚV heyrir undir. Í pólitískum kreðsum vita menn hvernig tekið er á þeim sem ekki spila með dagskrárvaldinu á Efstaleiti.

Lilju Alfreðs sitjandi menntamálaráðherra varð það á að gagnrýna RÚV í upphafi árs 2020. Áður hafði hún tekið undir það sjónarmið að RÚV ætti ekki að vera auglýsingamarkaði. Það er eitur í beinum RÚV-ara. Efstaleitisvélin var gangsett og birti raðfréttir um embættisglöp Lilju í smámáli sem e.t.v. stæði undir einni frétt eða tveimur í venjulegu árferði. Allur málatilbúnaður var lagður út á versta veg fyrir ráðherra, auðvitað undir formerkjum heiðarleika og fagmennsku. Raðfréttamorð á æru manna er fáguð sérgrein þeirra efst á Leiti.

Ég er að bugast, sagði Lilja haustið 2020 þegar RÚV hafði pönkast á henni í hálft ár. Lilja freistaði þess að kyssa vöndinn og lagðist á sveif með Efstaleiti að níða skóinn af Samherja í vor. En það var of seint og of lítið til að kaupa sér frið. RÚV-arar töldu að þeir sjálfir hefðu skorið sig úr snörunni með afhjúpun skæruliðadeildar Samherja. Í reynd hertu þeir að. Stuttu síðar tilkynnti RÚV hróðugt að ráðherrann væri farinn í veikindaleyfi, þó ekki á gjörgæslu.

Efstaleiti veit sem er að um leið og nýr menntamálaráðherra er kynntur til sögunnar má læsa klónum í hann og gera að bandamanni í baráttu RÚV fyrir tilveru sinni. Makki nýr ráðherra ekki rétt á hann á fæti fréttastofuna með dagskrárvaldið, líkt og Lilja.

RÚV er eitrað peð í táknrænum skilningi og bókstaflegum. RÚV getur orðið banabiti ráðherra. Eitrið úr skrokki togaraskipstjóra þekur veggi útvarpshússins. 

 

 


mbl.is Ný ráðuneyti á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvaða starfsemnn þar eru "EITRUÐUSTU EPLIN" Í KASSANUM?".

Eftir höfðinu  dansa limirnir segir máltækið.

Var það ekki hún Lilja sjálf sem að réð starfandi útvarpsstjóra

á sínum tíma?

Jón Þórhallsson, 17.11.2021 kl. 09:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef alltaf átt erfitt með þversögnina "Ríkisútvarpið" ohf. Hvernig getur ríkistofnun líka verið almennt hlutafélag og kennt sig við ríkið. Hef ekki enn fundið lista yfir hluthafana (sem væntanlega algerlega hlutlausir)og auglýsi eftir honum.

Að ríkið hafi frumkvæði um bókhaldslegt drullumall eins og þetta til að réttlæta samkeppni á auglýsingamarkaði stendur alltaf í mér. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2021 kl. 15:24

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Við skattgreiðendur hljótum að þakka höfundi, í hófi þó, fyrir þá veittu athygli sem höfundur beinir að ágætu Ríkisútvarpi.

Höfundur sýnir um leið þá miklu þörf sem RÚV er í raun, því bæði má hafa þar mikla afþreyjingu, góðan fréttaflutning og öfluga menningarstefnu. Auðvitað er stöðugt rant höfundar um RÚV tár í tómið, svona suð sem enginn heyrir lengur en vissulega neysla um leið og styrkir því allar áhorfendatölur.

Það má vissulega þakka höfundi fyrir hans framlag til RÚV og okkar hinna sem njótum og viljum njóta RÚV áfram. 

Kæri Páll, þú heldur bara áfram að njóta RÚV á þinn hátt., ég mun gera það líka.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.11.2021 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband