Íslenskt dygðaskraut til Glasgow

Um 50 Íslendingar fara á loftslagsráðstefnu í Glasgow til að segja heimsbyggðinni að ferðast ekki að óþörfu. 

Íslenska sendinefndin mun ábyggilega ekki segja frá nýafstöðnu eldgosi við Grindavík sem framleiddi meiri koltvísýring en öll bílaumferð á Íslandi í tvö ár. Þeir útlendu segja ekki Frónbúum að jörðin er grænni en áður, þökk sé koltvísýringi.

Nei, viðfangsefnið í Glasgow er hvorki vísindi né náttúran heldur synd mannsins og hamfaratrú. Samkoman er hópefli alþjóðlegra farísea sem þykjast betri en aðrir. Þeir setja lög og siðaviðmið sem þeir fara ekki eftir sjálfir. Annars sætu þeir heima við fjarfundabúnað.

Sumir, sem áður tóku þátt í hræsninni, eru búnir að fá nóg. Steve Koonin úr ríkisstjórn Obama er einn þeirra. Hann gef nýlega út bók um bábiljur hamfaratrúar. Koonin er svo vinsamlegur að segja okkur á fimm mínútum hve andstæð heilbrigðri skynsemi hamfaratrúin er. Lykilorðið er dramb, sem er falli næst.


mbl.is Telur Ísland geta verið fyrirmynd í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Þessi hamfarasýning sem íslensk stjórnvöld setja á svið í Glasgow minnir á oflátungsháttinn 2008 þegar Ísland ætlaði að taka völdin í Öryggisráðinu en endaði með að baka pønnukøkur ofan í ofalda sendifulltrúa Sameinuduþjóðanna.

Framsókn og Samfylkingin stóðu fyrir gríninu þá og enn er framsókn að sprella. 

Ragnhildur Kolka, 30.10.2021 kl. 10:48

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Engu orði ofaukið, ekkert af að taka. Tja, kannski ein viðbót.

Allt sem okkur er sagt um loftslags"vísindin" er byggt á tölvulíkönum IPCC og eru engin vísindi heldur hreinræktuð dulspeki.

Guðjón E. Hreinberg, 30.10.2021 kl. 18:06

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

50 manns á erlendum dagpeningum í 10 daga og koma heilaþveginn til baka

Grímur Kjartansson, 31.10.2021 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband