Hraunað yfir loftslagsvá: CO2 á við 2 ára bílaumferð

Á sex mánuðum hefur eldgosið í Geldingadölum losað um 2 milljónir tonna af koltvísýringi, CO2. Árleg losun bíla hér á landi er tæp milljón tonn, skv. Umhverfisstofnun.

Á degi hverjum losar gosið 10-11 þúsund tonn af koltvísýringi, CO2, út í andrúmsloftið, samkvæmt Jarðvísindastofnun. Á hálfu ári gerir það tæp 2 milljónir tonna.

Verksmiðja er byggð á Hellisheiði sem fangar hálfsdagsframleiðslu af koltvísýringi frá Grindavíkureldum.

Umhverfisstofnun keppist við að þegja um CO2-framleiðsluna í Grindvík. Það er ekki hægt að láta gosið skammast sín og hætta að dæla upp úr jörðu koltvísýringi. En Jón og Gunnu má hræða til að kaupa rafmangsbíl.


mbl.is Hraun í Geldingadölum rennur á miklum hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Frábærast er samt útspil Samfylkingarinnar um að öllu megi bjarga með því að hraða Borgarlínunni hans Dags og að búa til lest sem flýgur til Keflavíkur líkt og Runólfi dreymir um

Grímur Kjartansson, 18.9.2021 kl. 19:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á jörðinni er hátt í milljarður bíla í umferð, 20 þúsund sinnum fleiri en á Íslandi. Ef öll samfélög heims á stærð við okkur krefjast þess að vera stikkfrí vegna smæðar verður auðvitað ekkert gert. 

Öll eldfjöll heims spúa út broti af heimsútblæstrinum, og það er verið að búa til vindmyllur til að berjast við með því að fullyrða að sáttmálar um útblástur séu með ákvæði um eldfjöll. 

Ómar Ragnarsson, 19.9.2021 kl. 00:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég tek upp þykjuna fyrir Jón og Gunnu! Hvers eigu við þá að gjalda vegna smæðar líkt stundað hefur verið allar götur fra Ráni. Eini stjórnmálaflokkurinn sem vinnur fyrrvelferð Íslands er Miðflokkurinn  

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2021 kl. 01:34

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

tek upp þykkjuna. leiðrett

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2021 kl. 01:35

5 Smámynd: rhansen

Sammála henni HELGU  ...ÞESS VEGNA ER X- M  i einelti  Hlakka til ef kviknar á perum landans og hann fattar loftslaglygina

!!

rhansen, 20.9.2021 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband