Vķtahringur ranghugmynda

Ranghugmynd er samkvęmt oršsins hljóšan röng hugmynd um veruleikann. Žegar alvarleg ranghugmynd festir rętur ķ mešvitundinni fjölgar hśn sér lķkt og krabbamein og veršur aš fleirtölu.

Mešvitundin er tvķžętt. Hśn er bęši efni og efnislaus. Heilinn er efniš og žaš efnislausa er kallaš hugur, sįl fyrr į tķš. Enginn getur gert aš efnaferlum ķ heilanum. Žó meš žeim fyrirvara aš vķma, įfengi og fķkniefni, breytir heilastarfseminni - vanalega ekki til hins betra.

Aftur getur fólk gert sitthvaš meš huglęgan žįtt mešvitundarinnar. Forn-Grikkir vissu žetta og lögšu įherslu į uppeldi einstaklings til aš śr yrši heilbrigš sįl ķ hraustum lķkama. Ķ uppeldinu lęrast bęši sišir og ósišir, réttar hugmyndir og rangar.

,,Góšmenni breytir į einn veg en nķšingur į marga," er forn-grķsk oršskviša sem Aristóteles fęrši ķ letur. Ranghugmyndir eru uppspretta nķšingsverka, stórra og smįrra.

Ef nķšingurinn er veršlaunašur fęrist hann allur ķ aukana og telur sér trś um aš ranghugmyndirnar njóti lżšhylli og séu réttar.

En innst inni veit nķšingurinn aš hann er haldinn ranghugmyndum. Hann reynir ķ senn aš leita sér hjįlpar og kenna öšrum um. Til vara segir hann sig ósjįlfrįšan, veikan. Sjįlfsskaši er afleišing af veruleikafirringu. Žaš liggur ķ hlutarins ešli.

Sumir hafa samśš meš einstaklingi sem žannig er į vegi staddur. Nķšingurinn nżtir samśšina til aš fį mešvirkni meš ranghugmyndum sķnum um sjįlfan sig og umheiminn.

Til aš brjótast śr vķtahring ranghugmynda žarf aš višurkenna aš mašur sé haldinn žeim. Jįtning er forsenda betrunar. Hśn er gerš ķ einrśmi eša viš skriftastól. Falskar jįtningar eru aftur geršar frammi fyrir alžjóš. Til aš vekja samśš meš ranghugmyndum.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Ingólfur Siguršsson

Mér finnst į žessari grein aš žś hafir kannski ranglega veriš sakašur um gešsjśkdómafordóma. Menningin sem slķk getur veriš haldin ranghugmyndum, sem og einstaklingarnir sem eru greindir gešveikir og lķka žeir sem taldir eru heilbrigšir. Óttar Gušmundsson hefur tjįš sig um žaš aš allir séu gešveikir į einhvern hįtt, aš hęgt sé aš finna skilgreiningu į alla, en žaš hįi bara žeim sem hafa opinbera skilgreiningu į gešveiki og geta ekki unniš launaša vinnu af žeim sökum. 

 

Mikilmenni sem notušu gešveikina til aš bśsta sig voru meš pólitķkina ķ liši meš sér. Vandi okkar menningar er aš hśn dregur alla nišur į mešalmennskustigiš. 

 

Žaš mį lesa śtśr žessum pistli žķnum aš samfélagiš er ekki heišarlegt viš sig sjįlft, eša einstaklingarnir sem stjórna menningunni og öšrum žįttum. Hręsni er allsrįšandi.

 

Umręšan um fordóma er lķka svona. Sumir fordómar geta veriš žekking, byggšir į gömlum fróšleik, kerlingabókum eins og sagt er. Heimurinn er ekki svarthvķtur heldur marglitur.

Ingólfur Siguršsson, 23.10.2021 kl. 15:03

2 Smįmynd: Höršur Žormar

"Žekktu sjįlfan žig". Žaš skašar engan.

Höršur Žormar, 23.10.2021 kl. 22:21

3 Smįmynd: Kristinn Sigurjónsson

Žetta er hverju orši sannara.  Undanfariš tel ég vķtahring sjįlfblekkingar hafa rišiš ķ gegnum samfélagiš į 4 fyrirbęrum.  Einkenni žessarar sjįlfblekkingar er aš henni er ekki mętt meš rökum heldur meš žögn.

    • Aš hlżnun jaršar sé vegna kolsżru CO₂

    • Aš Orkupakki 3 og svo sęstrengur mundi bęta kjör ķslensks almennings

    • Žegar rįšist er į įkvešiš sjįvarśtvegsfyrirtęki en ekki į fiskveišikerfiš i heild sinni.

    • Žvķ er algjörlega hafnaš aš heimilisofbeldi sé ekki kynbundiš, heldur samfélagsvandi sem snertir bęši kynin

    Kristinn Sigurjónsson, 25.10.2021 kl. 07:13

    Bęta viš athugasemd

    Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

    Innskrįning

    Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

    Hafšu samband