Tveir hægriflokkar, hvert fer Sigmundur Davíð?

Dagar Miðflokksins virðast taldir. Innganga Birgis Þórarinssonar í Sjálfstæðisflokkinn skilur eftir þrjá möguleika fyrir Sigmund Davíð, stofnanda og formann Miðflokksins.

Birgir er þriðjungur þingflokks Miðflokksins. Hann fær höfðinglegar móttökur í Sjálfstæðisflokknum og hefur heilt kjörtímabil að gera sig gildandi. Ásamt, að því er virðist, geysiöflugum varaþingmanni sínum, Ernu Bjarnadóttur.

Fyrsti möguleiki Sigmundar Davíðs er að halda í humátt eftir Birgi og taka sér bólfestu í Sjálfstæðisflokknum, móðurflokki hægrimanna. Ekki er að efa sjálfstæðismenn tækju Sigmundi Davíð fagnandi - margir kusu hann.

Framsóknarflokkurinn er uppeldisstöð Sigmundar Davíðs. Faðir hans var þingmaður um tíma á þeim bæ. Undir formennsku Sigmundar Davíðs varð Framsóknarflokkurinn jafn stór Sjálfstæðisflokknum í kosningunum 2013. Ef Framsóknarflokkurinn hefur metnað byði hann týnda soninn velkominn heim.

Þriðji möguleiki Sigmundar Davíðs er að sitja áfram í tveggja manna þingflokki, hann gerir það hvort eð er um sinn, og safna liði. Það er gerlegt. Inga Sæland fór úr tveggja manna þingflokki upp í sex þingmenn í nýafstöðnum kosningum.

Hægrimenn eru meiri félagshyggjumenn en vinstrimenn. Þeir vilja starfa í félagslegu neti stærri flokka með bakland í ólíkum þjóðfélagshópum. Vinstrimenn eru meira í pólitíska einkaframtakinu. Píratar eru fáeinar fjölskyldur; sósíalistar eru Gunnar Smári og Viðreisn fjandvinirnir Tobba Kata og Benni. Meiri líkur en minni eru að vistaskipti Birgis boði frekari tíðindi á hægri væng stjórnmálanna.


mbl.is Birgir skilur við Miðflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nú hljótum við öll að vilja vita hver muni verða STEFNA næstu ríkisstjórnar 

tengt fjórða-orkumálapakkanum?

Sem að hann Birgir mun væntanlega ekki samþykkja.

Jón Þórhallsson, 9.10.2021 kl. 08:59

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eflaust segja einhverjir fuss-um-svei, en ég hef alla tíð saknað Bergþórs Ólafssonar og yrði himinlifandi ef hann sneri aftur í Sjálfstæðisflokkinn. Góðum manni fyrirgefst fylliríisraus enda ekkert fórnarlamb nema hann sjálfur. 

Ragnhildur Kolka, 9.10.2021 kl. 12:48

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Landhreinsun væri að ef lilu ljótu flokkunum myndi fækka á Alþingi.

Fyrr myndi ég treysta Talbönum í Afgahnistam fyrir einhverju i pólitík en Pírötum eins og Þórhildi Sunnu. Því hlógu margir upphátt þegar siðstirnið gerði tilboðið um hlutleysi Pírata. He he, hver vildi eiga nótt undir exi þeirra pirataljúflinga?

Halldór Jónsson, 9.10.2021 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband