Biden er uppgjöfin, Trump var sigurinn - 1. sept. 1939 og 2021

Endalok frjálslyndrar heimsvaldastefnu voru tilkynnt alþjóð 1. september 2021. Yfirlýsing Joe Biden Bandaríkjaforseta um að land hinna frjálsu og huguðu sé ekki lengur alheimslögregla markar tímamót.

Biden fylgir stefnumörkun Trump um að aðeins lífsnauðsynlegir hagsmunir Bandaríkjanna réttlættu stríðsátök. Munurinn er sá að Trump kynnti stefnu sína af styrk og festu en Biden með skottið á milli fótanna. Trump sýndi Bandaríkin sem öflugt herveldi. Biden stýrir niðurlægðu þjóðríki. Forsetatíð Biden er komin í pappírstætarann þótt aðeins séu liðnir 8 mánuðir frá því hún hófst.

Tímasetning uppgjafarinnar er söguleg. 1. september 1939 er upphaf seinna stríðs. Þegar stríðinu lauk tóku Bandaríkin sér lögregluvald heimsbyggðarinnar.  

Undir merkjum frjálslyndrar alþjóðahyggju, sem í raun var vestræn heimsvaldastefna, var efnt til stríðsrekstur í Úkraínu, Sýrlandi, Líbýu, Írak og Afganistan á þessari öld.

Heimurinn er annar eftir 1. september 2021. Breytingarnar verða ekki jafn dramatískar og eftir 1. september fyrir 82 árum. En þær verða róttækar.


mbl.is „Viturleg ákvörðun og sú besta fyrir Bandaríkin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Biden framdi "afrek" sem mun halda nafni hans  lengi á lofti, hann "stal glæpnum" frá Trump. 

Hörður Þormar, 1.9.2021 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband