Samfélag heiftar og haturs

Hatursorðræðan um nafngreint fólk, knattspyrnumenn og bakvarðasveit íþrótta, er ekki til marks um siðað samfélag. 

Í fúsum fjölmiðlum er uppboð á ,,sögum" sem þessi og hinn hefur ,,heyrt". Bergmálshellir samfélagsmiðla magnar upp sögurnar. Fyrr en varir er sómafólk hundelt af æstum múgi sem vill að saklausir játi á sig glæpi sem sögur fara af en fáar sannanir.

Það er betra að búa í samfélagi þar sem góðu er trúað upp á náungann fremur en að ganga að illskunni vísri hjá meðborgurum sínum. Víst eru afbrot framin, og sum ljót illræðisverk. En það er ekki svo fólk sé unnvörpum glæpahyski.

Í samfélagi heiftar og haturs er ekki spurt um sekt eða sýknu. Lýðurinn vill blóð og það saklausa er jafn rautt og það seka. 


mbl.is „Drullan dunið yfir mann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dómstóll götunnar hefur staðfest lögheimili sitt að Efstaleiti 1, Reykjavík.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.8.2021 kl. 07:17

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Orðbragð sem dynur á fólki er vægast sagt viðbjóðslegt. Eftir því sem næst verður komist þá kom Guðni Bergs hvergi að þessu máli. Stúlkan skrifaði undir samning 2017 og fékk greiddar bætur. GB,hinsvegar,verður ekki formaður fyrr en 2019. Samt er hann látinn fjúka og eftir standa ásakendurnir með blóð á tönnum. Og þá hefst sláturtiðin. Engar sannanir, bara upphrópanir og hausar fjúka.

Það er búið að koma sektarkennd inn hjá saklausu fólki. Ef ekki vegna misgjörða annarra þá vegna eymdar í heiminum. Rökvísin sem eitt sinn var aðalsmerki vestrænnar menningar er fokin út í veður og vind og í staðin koma gífuryrði og ofsóknir. 

Ef raunverulegt ofbeldi er framið þá á að kæra það til lögreglu en ekki að semja um bætur. Að þiggja bætur en halda áfram að ásaka er siðlaust.

Ragnhildur Kolka, 31.8.2021 kl. 08:29

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einu hefur maður tekið eftir, hann Jón Jónsson bæjarstarfsmaður er alltaf til friðs og gerir aldrei nokkurn skapaðan hlut af sér áreitir ALDREI nokkra einustu manneskju, það eru bara einhverjir þekktir menn sem eiga fullt af peningum sem eru alltaf til vandræða.  SVO SAGÐI HANNA BJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR, Í VIÐTALI Á HRINGBRAUT Í GÆR, "AÐ ÞAÐ VÆRU VÍSINDI AÐ TRÚA ÞOLENDUM"....................

Jóhann Elíasson, 31.8.2021 kl. 11:10

4 Smámynd: Guðlaugur Guðmundsson

Það er dapurlegt að horfa uppá saklaust fólk verða fyrir árásum á samfélagsmiðlunum fyrir afbrot sem það á engan þátt í.  Og þetta fólk hrökklast úr störfum sem það hefur gegnt áratugum saman án nokkurra áfalla og launalaust.  Dómstóll götunnar er orðinn valdameiri en hinir lögskipuðu dómstólar samfélagsins.

Auðvitað finnur maður til með þolendum þessara afbrota og þeir eiga ekki að sitja í þögn og taka út sársauka sinn.  Refsingin verður hins vegar að koma niður þar sem hún á heima, hjá hinum raunverulegu gerendum, sem á að draga fyrir dómstóla.

Guðlaugur Guðmundsson, 31.8.2021 kl. 11:34

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Dómstóll götunnar hefur löngum verið óvægur og grafið menn lifandi, eða eins og sagt var í vestrinu - skjóta fyrst spyrja svo -

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.8.2021 kl. 13:04

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eftir að hafa lesið margar frásagnir af þessari "drullu" eins og Asgeir Ásgeirsson kallar viðburðinn,þá fæ ég skýrari mynd af frásögninni hjá Ragnhildi Kolka; Það er að Guðni verður formaður 2019 osfrv. Annars væri ég að herma eftir öðrum fyrri athugasemdum sem ég er sammála nema það er mikil eftirsjá eftir Guðna sem formanni KSÍ og líklega öllum öðrum.


Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2021 kl. 18:11

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar ástandið í þjóðfélaginu er orðið þannig að félagasamtök geti krafið önnur félagasamtök um að skipta um stjórnendur, er eitthvað stórt að. Þegar sök einhvers er færð yfir á aðra, jafnvel þó þeir eigi ekki neina aðkomu að sakamálinu, er eitthvað að. Næst hlýtur að vera að krefjast þess að stjórn og framkvæmdastjórn IFK Gautaborg segi af sér!

Gunnar Heiðarsson, 1.9.2021 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband