Guðni og Þórður Snær - Kjarninn og KSí

Fyrir þrem árum varð uppvíst kynferðisbrot á ritstjórnarskrifstofu Kjarnans. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri vissi af brotinu en þagði. Þórður Snær útskýrði afstöðu sína fyrir þrem árum með þeim orðum að það er ,,alltaf þolenda að ákveða í hvaða farveg brot gegn þeim fara."

Guðni Bergsson fyrrum formaður KSÍ virti trúnað við þolanda kynferðisbrots þegar hann sagði ekki opinberlega frá afbrotinu. Alveg eins og Þórður Snær fyrir þremur árum.

En núna fær Guðni dembu á sig frá Þórði Snæ fyrir að stunda ,,þöggunartilburði." 

Það verður ekki logið á rökvísi góða fólksins. Þegar nógu margir stunda grjótkastið kemur enginn auga á að sumir grýta úr glerhýsi.


mbl.is Stjórn KSÍ vissi af meintum brotum landsliðsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég sóa ekki 1 mínútu á þá RINGULREIР

sem að hefðbundnir bolta-leikir eru.

Jón Þórhallsson, 30.8.2021 kl. 16:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Veikleiki þessa pistils er orðið "sumir".

Umræðan er komin yfir allan þjófabálk, líklegast er fátt ömurlegra en að saka hóp um nauðgun, rógbera endalaust, hafa hvorki kjark eða þor til að taka umræðuna um meintan atburð, um meintan glæp.

Það er kannski margt rotið innan knattspyrnuhreyfingarinnar, rógur og níð er ekki leiðin til að stinga á kýlið, þeir sem það ekki sjá sitja uppi með svartan blett á tungunni sem ekki fer, sem alltaf blasir við.

Í besta fallir snertir af rotnun, í versta falli jafn rotnir.

Hjá slíku fólki er enginn lærdómurinn, aðeins bendingin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.8.2021 kl. 18:49

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Landsliðsmenn mættu að ósekju gefa leikinn á fimmtudag. Við eigum ekki skilið að njóta krafta þeirra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.8.2021 kl. 20:11

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Sem er uppgjöf Heimir gagnvart nafnlausum rógi og níði.

Nauðgun er eitt það alvarlegasta sem hægt er að gera annarri manneskju, að ásaka hóp um slíkan glæp, þegar sá sem ásakar telur sig vita hver gerandi eða gerendur eru, er ekki barátta gegn nauðgunarmenningu eða hvað fólk kýs svo sem að kalla slíkt athæft, heldur skítlegt vopn í valdabaráttu þar sem markmiðið er að koma höggi á, stjórna umræðu, skapa andrúmsloft ótta og heiftar.

Svona svipuð aðferðafræði sem Karl Blöndal lýsti í nýlegri fréttaskýringu um aðdraganda valdatöku Talibana í Afganistan.

Þar var skitið í brækur gagnvart tiltölulega fámennum hópi öfgamanna, óþarfi að endurtaka þá skitu hér.

Stundum þarf að segja hingað og ekki lengra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.8.2021 kl. 20:56

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Blaðakona Kjarnans var sú sem var þolandi kynferðislegrar áreitni utanaðkomandi manns.

Og þú líkir þessu saman við KSÍ-málið og lygar formannsins.

Páll, ertu svona vitlaus eða bara illa innrættur eða hvoru tveggja?

Skeggi Skaftason, 30.8.2021 kl. 21:25

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi stúlka virðist sérlega óheppin í samskiptum við karlmenn. Þetta er í þriðja sinn, þrú aðskild mál, sem hún fer með þau í fjölmiðla. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2021 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband