Þrotafólk í stað þotuliðs

Í útrás réð þotuliðið ferðinni í landsmálum. Til að komast til valda og áhrifa urðu menn að vera í einhverju útrásarliðinu sem fjármagnaði einstaklinga og flokka, átti Ísland meira og minna.

Í fimmtu þingkosningunum eftir hrun, 2021, stefnir þrotafólkið að landsyfirráðum. Þrotaframbjóðendur kynna sig sem ógæfufólk með vímuefnasögur, sjálfsvígstilraunir, hjónaskilnaði og gjaldþrot að baki. Gott ef ekki líka innlögn á geðdeild. 

Framfarir? Tja, það skýrist 25. september.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Samt telur Þorsteinn Pálsson að málið vandist fyrst er kemur að Pírötum
"Málið vandast nefnilega þegar kemur að Pírötum"

Grímur Kjartansson, 5.8.2021 kl. 12:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hinsegin fólk af allskyns kynjum virðist eiga hugi og hjörtu þeirra sem stjórna umræðunni. Ekkert má vera eins og það var í gamla daga.Normalt er ekki lengur normalt heldur málað í regnbogans litum

Halldór Jónsson, 5.8.2021 kl. 14:10

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við eigum öll menningarhátíðina en helst vildi eg vekja upp 17.júní hátiðina,þar sem ungir íslenskir fánaberar gleðjast með fjölskyldum sinum og finnst allt svo æðislegt. 

En pistillinn fjallar um eiginleika framboðsgengja,nokkuð sem flest okkar hafa fengið nóg af í kynningu og framkomu gegnum árin. Það skýrist 25.sept, er ekki kominn tími til að heiðra þessa einstöku eyju,og þá um leið fer okkur að líða vel eftir "hersetu" útlendra snapara!!!

Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2021 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband