9 flokka óreiða í haust?

Með 9 þingflokka á alþingi blasir við pólitísk óreiða. Veik ríkisstjórn með annað tveggja tæpan meirihluta eða 4 til 5 flokka innanborðs er ávísun á upplausn.

Verkefnið næstu vikur er að sannfæra almenning að vanþrif eru af fjölda smáflokka á alþingi.

En fari svo að þjóðin kýs yfir sig 9 þingflokka alþingi er hætt við að næsta kjörtímabil verði stutt.


mbl.is Stjórnarmyndun ákaflega erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Óreiðan er fyrir en eykst verulega. Verður kannski ný sería af Prúðuleikurunum í haust ?

Örn Gunnlaugsson, 16.7.2021 kl. 10:06

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ertu ekki sammála mér í því að nýta tækifærið tengt nýrri stjórnarskrá

og taka upp FORSETA-ÞINGRÆÐI hér á landi

(eins og er í frakklandi)

þannig að FORSETI ÍSLANDS þyrfti þá sjálfur að axla raunverulega ábyrgð

á sinni þjóð með því að hann þyrfti sjálfur

að leggja af stað með stefnurnar í öllum stóru málunum

og standa eða að falla með þeim á kjördag?

Þó að það þyrfti að kjósa slíkan FORSETA í tveimur kosningaumferðum þannig að viðkomandi hefði allavega 51% kosningamannabærra manna á bak við sig;

 að þá gæti slíkt verið skárri kostur

en sú flokka-flækja sem að þú ert að kvarta yfir.

Jón Þórhallsson, 16.7.2021 kl. 10:14

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eðlilegt ástand er að þjóðin flykkist um þann leiðtoga sem að ætti að hafa 

BESTU STEFNUNA INN Í FRAMTÍÐINA

Í mínum augum ætti sá leiðtogi að vera FORSETI ÍSLANDS.

Jón Þórhallsson, 16.7.2021 kl. 10:35

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hver er höfundur eiginlega kominn í hugsunum sínum ? 

"[...] Verkefnið næstu vikur er að sannfæra almenning að vanþrif eru af fjölda smáflokka á alþingi". Má þá ekki útfæra þetta þannig að það megi sannfæra alla landsmenn um að hlusta á eina útvarpsrás ? Lesa einn miðil, borða einn rétt og allir að drekka léttmjók ?

Hvar vill höfundur draga mörkin í lýðræðislegri þróun ? 

Heyr á endemi.

Höfundur ætti kannski að kanna hvað veldur því að fleiri vilja tjá sig um málefni og aðgerðir, þar sem ekki er pláss fyrir það í gamla fjórflokknum.

Höfundur og kórfélagar hans mega svo auðvitað berja hausnum í stein og halda að það hafi verið allt betra í "gamla daga".

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.7.2021 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband