Haraldur: handlangari Þórdísar eða fallinn foringi

Tveir kostir Haraldar Benedikssonar eru að verða handlangari Þórdísar Reykfjörð annars vegar og hins vegar falla sem foringi.

Áður en Haraldur lét þau orð falla, að hann byði sig fram sem oddvita en ekki liðsmann, stóð sá möguleiki opinn að sætta sig við niðurstöðu prófkjörsins án opinberra eftirmála.

En Haraldur valdi þann kost að bjóða sig fram sem foringja en ekki félaga. Nokkur munur þar á.

Félagi getur sem best orðið handlangari ef það er í þágu flokks og málstaðar. Oddviti heldur síður, verður auðveldlega til ama, bæði sjálfum sér og öðrum.

Valþröng Haraldar sýnir tvöfeldni stjórnmálanna. Í einn stað eiga þau að þjóna samfélaginu. Í annan stað eru stjórnmál valdabarátta kallaðra, grimmust meðal samherja. Útvaldir eru fáir.

Haraldur ætti að axla sín skinn úr því sem komið er. Ef köllunin er enn á sínum stað rísa fallnir foringjar á fætur og finna sér annað föruneyti.


mbl.is Segir að snúið hafi verið út úr orðum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Úr því sem komið er er Haraldi best að kveðja. það er sæmd í því að falla á sverdid. Hann stóð sig vel, var málefnalegur og trúr sínum málstað, en menn setja ekki fram urslitakosti og heikjast svo á þeim.

Obama dró linu í sandinn varðandi Sýrland. Heiktist og hefur verið minntur á það æ síðar. Ekki heppilegt fyrir neinn í pólitík. 

Ragnhildur Kolka, 22.6.2021 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband