Andrés Pírati: stöðvum eldgosið í Fagradal

Þingmaður Pírata vill ,,að Ísland nái að minnsta kosti 55% sam­drætti í los­un gróður­húsaloft­teg­unda árið 2030 miðað við los­un árs­ins 1990."

Það er því miður ekki hægt nema að stöðva eldvirknina á Reykjanesskaga. Gosið þar framleiðir ógrynni gróðurhúsalofttegundir, einkum vatnsgufu og koltvísýring, dag hvern. Eldvirknin hefur staðið í þrjá mánuði og ómerkir allar áætlanir um losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum.

Ef Andrés Ingi pírati væri hreinskilinn myndi hann leggja fram frumvarp um að stöðva eldgosið á Reykjanesi og leggja blátt bann við frekari eldvirkni á Íslandi.

Náttúran afhjúpar loftslagskverúlanta.


mbl.is Sakaði þingið um metnaðarleysi í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Píratar eru ekki með sjálfum sér. Sennilega best að fljúga þeim öllum að gosinu og öskra í eyrun á þeim að þetta djöfulsins gos mengi meira en við manneskjurnar nokkurntíma getum áorkað næstu hundrað ár.

Niðurstaðan...: Þeir skilja það ekki samt og vilja reglugerðir, lög og álögur á mannfólkið, því við erum svo djöfull skítleg, en inn á milli vilja þeir brjótast inn á alla persónugreinda reikninga og síður og blasta á netinu. 

 Mitt álit.: Píratar....= fáráðlingar.

Halldór Egill Guðnason, 13.6.2021 kl. 07:49

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Páll vekur athygli á þvælu loftlagskverúlanta - eins og hann svo ágætlega nefnir Pírata og loks mætir Halldór í athugasemdir og hreinlega jarðar málflutning bjálfana í orðsins fyllst merkingu.

Ég bíð spenntur eftir einhverjum andsvörum, nema þau hafi bara öll misst af skotinu!

Jónatan Karlsson, 13.6.2021 kl. 09:47

3 Smámynd: Hörður Þormar

Jónatan.

Eldfjöll á jörðinni hafa gosið í a.m.k. fjóra milljarða ára með svona "mátulegum" áhrifum á loftslagið. 

Nú álíta einhverjir að eldgosið við Fagradalsfjall sé að setja það úr skorðum.

Spyrja má: hverjir eru loftslagskverúlantarnir?

Hörður Þormar, 13.6.2021 kl. 10:12

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hörður.

Þú ert greinilega að misskilja eitthvað, því enginn var að tala um að þetta litla gos sé að setja allt úr skorðum, en prófaðu að lesa athugasemd Halldórs gaumgæfilega aftur og svaraðu honum, en haltu mér endilega utan við, því ég stend aðeins hjá og vonast eftir að svör einhvers t.a.m. á borð við þig kitli í mér kvikindið.

Jónatan Karlsson, 13.6.2021 kl. 10:51

5 Smámynd: Hörður Þormar

Jónatan.

Ég sé ekki að ég sé að misskilja neitt. Það að blanda þessu gosi inn í loftslagsumræðuna er algert bull.

Auðvitað skiptir engu máli á heimsvísu hvort við Íslendingar blásum meiri eða minni kolsýru út í loftið. En við hljótum að vera með í átakinu um að draga úr  notkun jarðefnaeldsneytis og fara að nota umhverfisvæna orkugjafa. Við munum bara græða á því.

Þeir sem eru á móti því eru kverúlantar.  

Hörður Þormar, 13.6.2021 kl. 12:00

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í ræðu sinni í gær talaði Andrés málefnalega og beint um þær alþjóðlegu aðgerðir sem eru í gangi til að draga úr útblæstri af mannavöldum á gróðurhúsalofttegundum. 

Þessar aðgerðir eru vel skilgreindar og afmarkaðar, og í rökstuðniigi fyrir þeim er að sjálfsögðu hvergi minnst á að stöðva eldfjöll eins og Andrési er ranglega borið á brýn. 

Það er lágmarks krafa í rökræðum að mönnum séu ekki gerðar upp skoðanir og ummæli til þess að geta ráðist á þá og gert lítið úr þeim.  

Ómar Ragnarsson, 13.6.2021 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband