Samfylkingin: kókaín og vændi er ok - Samherji ekki ok

Í dómsskjölum í Namibíu segja þrjú vitni, já þrjú, að Jóhannes uppljóstrari sé djúpt sokkinn í kókaín og kaupi vændiskonur í bílförmum. Meðal þeirra sem bera þessa háttsemi upp á Jóhannes er samstarfsmaður hans, Yema-Y’Okungo, að því er kemur fram í málsgögnum.

Jóhannes uppljóstrari er eina heimildin fyrir meintum brotum Samherja í Namibíu.

Með ályktun flokksstjórnar Samfylkingar er lögð blessun yfir kókaínneyslu og vændi en atvinnustarfsemi útgerðar sögð glæpsamleg.

Hvers á Ágúst Ólafur Ágústsson að gjalda?


mbl.is Ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

"Í dómsskjölum í Namibíu" er höfundi sjálfrátt eða kominn í e-ð sterkara en Malt ?

Veit ekki höfundur muninn á vitnisburði og staðreyndum ?

Þó svo að höfundur hafi unnið eitt mál fyrir héraði, þá gerir það ekki höfund að þeim sérfræðingi sem hann vill vera láta.

Auðvitað líkar höfundi við alla þá sem spinna það sem honum líkar.  Það hefur svo ekkert að gera með sannleika.

Svo veit höfundur kannski ekki muninn þar á, enda f.v stuðingsmaður Alþýðubandalags.

Á meðan er höfundur öflugur samherji.

Verði honum að góðu.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.6.2021 kl. 21:55

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sigfús Ómar.Munur á vitnisburði og staðreyndum? Það hefur reyndar sannast, meðal annars með skjáskotum af skilaboðum, að jóhannes gengur ekki heill til skógar. Ekki ætla ég samt að vera dómari í þessu máli. Það sjá dómstólar um. 

Jósef Smári Ásmundsson, 6.6.2021 kl. 07:46

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jósef, það eru margir þannig að þeir geta litið út fyrri að ganga ekki heilir til skógar en skrifa samt mikið, stundum yfir markið eða einfaldlega markleysu.

Gæti hugsað um nokkra hér á Blogginu og einhverja fyrrum forsætisráðherra.

Það þarf samt ekki að vera þannig. 

Í það minnst treysti ég mér ekki að dæma um slíkt. Líklega er þú færara í því en ég.

Hvað varðar það sem kann að vera "eiðsvarnar yfirlýsingar" þarf ekki að vera satt. 

Ef einn vill leggja trúnað hjá samherjum og sannleiksmat þeirra, þá er um leið óskiljanlegt að taka ekki mark á öðrum sem leggur fram skýrar sannanir á ítrekuðum verknaði sem kann að varða lög.

Til þess höfum við dómstig, bæðí hér og erlendis.

Eigandi þessarar síðu er ekki upphaf sannleikans, það er fullljóst.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.6.2021 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband