Hvað borgaði RÚV Jóhannesi uppljóstrara?

Jó­hann­es Stef­áns­son upp­ljóstr­ar­inn í Sam­herja­mál­inu hringdi í fyrrum eiginkonu sína árið 2017 og krafðist sex milljóna króna, annars skyldi hann drepa hana. Upptaka er til af símtalinu.

Samstarfsmaður Jóhannesar,Yema-Y’Okungo, útskýrir í vitnisburði hvers vegna uppljóstrarinn var fjárþurfi: 

Yema-Y’Okungo segir jafnframt í yfirlýsingunni að Jóhannes hafi komist upp á kant við vafasama menn sem í skipulagðri glæpastarfsemi í Höfðaborg eftir að hafa safnað skuldum hjá hórmöngurum. Stafaði skuldin af því að Jóhannes var sagður hafa ítrekað nýtt sér þjónustu vændiskvenna milliliðalaust. Kveðst Yema-Y’Okungo hafa þurft að semja um skuldina við handrukkara sem sendir voru til að „innheimta“ hana.

Lífstíll Jóhannesar var þannig að hann þurfti peninga með öllum tiltækum ráðum. Áður hefur komið fram að vettvangur Jóhannesar var á mörkum viðskipta og suður-afrísku mafíunnar. 

Þetta er aðdragandi þess að Jóhannes gekk í þjónustu RÚV við að koma höggi á Samherja. RÚV hafði farið halloka gegn útgerðinni eftir misheppnaða atlögu í samstarfi við Seðlabanka Íslands. Jóhannes var verkfærið til að komast í vinningsstöðu gagnvart norðlensku útgerðinni.

Ekki er vitað hvað RÚV greiddi Jóhannesi fyrir þjónustuna. Sex milljónir er auðvelt að fela hjá stofnun sem veltir milljörðum.

Í frægu Kastljósviðtali 11. desember 2019 gaf Jóhannes til kynna ferlið að baki þeirri sannfæringu að Samherji væri vondi kallinn en hann sjálfur svo frómur að hann mátti ekki vamm sitt vita. Tilfallandi athugasemdir að kveldi 11. des. fyrir þrem árum voru þessar:

Á fjórtándu mínútu Kastljóssviðtalsins í kvöld segir Jóhannes þetta: ,,Fyrsta skrefið hjá mér var að upplýsa glæpi Samherja gagnvart kvótahöfum sem voru í samvinnu við þá. Svo þróaðist þetta lengra þegar ég fór að gera mér grein fyrir hvað var í gangi og hvað maður var hluti af." 

Spyrill Kastljóss var vitanlega of upptekinn af ,,umræðunni" um spillingu Samherja til að kveikja á orðum Jóhannesar og hvað þau þýða.

Jóhannes byrjar sem sagt því að vinna með namibískum kvótahöfum sem eru viðskiptafélagar Samherja. Hér er á ferðinni viðskiptadeila. Ef Jóhannes var enn í starfi hjá Samherja þegar hann tók að vinna fyrir namibísku kvótahafa er augljóst að hann hafi leikið tveim skjöldum.

Jóhannes segir að það var ekki fyrr en eftir að hann fór að vinna með ósáttum viðskiptafélögum Samherja að hann hafi gert sér ,,grein fyrir hvað var í gangi og hvað maður var hluti af". Hér getur Jóhannes ekki verið að vísa í neitt annað en meginþema umræðunnar, þ.e. meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra embættis- og stjórnmálamanna.

Það rennur upp fyrir Jóhannesi, eftir atburðina, að hann hafi verið þátttakandi í spillingu. Nærtækt að álykta að meintar mútugjafir hafi haft fremur sakleysislegt yfirbragð fyrst þær fór framhjá honum í fyrstu. En það er allt önnur mynd en dregin var upp í Kveiks-þættinum. Þar skipti rauð íþróttataska sneisafull af peningum um hendur mútugjafa og þiggjanda. Sá sem ekki er meðvitaður um að hér sé á ferðinni eitthvað misjafnt, tja, hlýtur að vera meðvitundarlaus.

Peningar eru mikils virði, ekki síst fyrir mann í fjárþröng sem hundeltur er af afrískum glæpamönnum. Digrir sjóðir RÚV geta fengið hálf-meðvitundarlausa menn til að muna það sem ekki var.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

RÚV hefur lúskrað á Samherja I hverjum einasta fréttatíma mánuðum saman. En þegar loksins eitthvað fréttnæmt kemur frá þessum namibisku réttarhöldum kemur ekki píp frá þeim. Það er ekki mönnum bjóðandi að borga skylduáskrift inn í svona áróðursgreni. 

Ragnhildur Kolka, 6.6.2021 kl. 12:05

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ógeðfelldur persónuleiki JS.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.6.2021 kl. 18:13

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Kóræfingin hafin...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.6.2021 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband