RÚV-hreinsanir í Samfylkingunni

Samherjamál RÚV verður aðalstefnumál Samfylkingarinnar í þingkosningunum í haust, segir áhrifamaður í flokknum. Ólína Þorvarðardóttir fyrrum þingmaður flokksins segir útsendara norðlensku útgerðarinnar innan flokksins.

Í framhaldi er krafist flokkshreinsana. Þeir flokksmenn sem ekki játast hreina RÚV-trú skulu settir af sakramentinu, segir í samantekt Eyjunnar.

Í dag fengu landsmenn aðgang að álagningu skattsins. Þar er sérstakur RÚV-skattur upp á rúmar 18 þúsund krónur sem allir landsmenn, 17 ára og eldri greiða.

RÚV gerir út heilu stjórnmálaflokkana og fær sérstakan nefskatt frá almenningi. RÚV er ríki í ríkinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Gæði Samherja er góður fiskur sem er hans ær og kýr. Gæði RÚV er trúverðugleiki sem er eiginlega  sjálfdauður. Jú, sumir vilja trúa RÚV og fylgifiskum hans í einu og öllu, af því að það hentar. Engin lætur hins vegar ljúga að sér aftur og aftur, ekki einu sinni "trúaðir" sem myndu ekki panta illa hreinsaðan fisk með ormum. Svo góður er málstaðurinn ekki. Þeir allra trúgjörnustu á illskuna vilja Samherja norður og niður vegna andstöðu við kvótakerfið, kapítalisma eða einhvers annars sem er að gerjast í hausnum á þeim og kemur Samherja ekkert við. 

Samherji er bara vel rekið fyrirtæki með venjulegu fólki sem ekki er fullkomið frekar en aðrir landsmenn. Það er ekki hafið yfir lög. En mistökum hafa allir kynnst (nema sjálfumglaður RÚV-arar). Það er því auðvelt að ganga á milli bols og höfuð á hverju einasta fyrirtæki og öllum mönnum sem ofsækjendum dettur í hug að meiða fyrir málstaðinn. Hvað varð um sannleikann? Þarf ekki lengur að sanna sekt? 

Benedikt Halldórsson, 1.6.2021 kl. 11:02

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

En kannski er von. Viðtal Einars Þorsteinssonar í Kastljósi við Helga Pétursson formann félegs eldri borgara var dásamleg tilbreyting. 

Benedikt Halldórsson, 1.6.2021 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband