Getur náttúran mengað?

Óspillt náttúra er samkvæmt skilgreiningu hrein af brölti mannsins. Eldgos er náttúrulegt ferli og óspillt í þeim skilningi að mannshöndin kemur hvergi nærri.

Samt finnst okkur sjálfsagt að tala um ,,mengun" af eldgosi og að náttúruna þurfi að hemja. En í hinu orðinu skal náttúran vera óspjölluð af manninum. Svolítið mótsagnakennt og kannski eilítið sjálfhverft.

Málið verður enn sérkennilegra þegar haft er í huga að við eyðum ógrynni fjármuna við að draga úr framleiðslu mannsins á náttúrulegu efni sem kallast koltvísýringur, CO2, en látum okkur í léttu rúmi liggja þegar móðir náttúra stóreykur slíka framleiðslu. Til dæmis með eldgosi.

Er hægt að tala um glæpi náttúrunnar gegn sjálfri sér þegar hún hagar sér á annan veg en maðurinn kýs?


mbl.is Gosmengun býr til blóðrauða sól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Auðvitað getur náttúran  mengað. Fyrir um 60 milljón árum urðu svo stórkostlegar náttúruhamfarir og mengun að flest stærri dýr á jörðinni dóu út. En einhverjum smákvikindum tókst þó að hjara í holum og skúmaskotum. Við erum víst afkomendur þeirra.

Við stjórnum ekki náttúrunni, en kannski getum við haft áhrif á hana. 

Hörður Þormar, 21.5.2021 kl. 10:51

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvern vill Katrín rukka fyrir CO2 úr Eyjafjallajökli, Holuhrauni og nýu Geldingadölum? Kolefnisgjöld mikil sem er hægt að eyða í félagsmál.

Það verður leyft að byggja yfir landhelgisþyrluna sem stendur úti þegar eldvirkni lýkur á Reykjanesi að því að séníið Pavel Bartoschek upplýsir. 

Halldór Jónsson, 21.5.2021 kl. 13:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ójú afar einkennilegt að eyða fúlgum fjár í að eyða CO2 og geta svo ekki sannað að þetta nattúrulega efni valdi óbærilegri hlýnun jarðar. - Ég las nýverið grein eftir sérfræðing-a um eldsumbrot(gos)og skyldist að þau væru jörðinni nauðsynleg til viðhalds,en eins og oft áður geymdi ég það ekki,en margir hafa lesið það sér til  gagns og kannski áhuga um að læra þau fræði.

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2021 kl. 13:49

4 Smámynd: Hörður Þormar

Framleiðum fljótandi eldsneyti úr CO2, hvar sem í það næst, svo að Halldór Jónsson þurfi ekki að fá sér rafmagnsbílwink.

Hörður Þormar, 21.5.2021 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband