Viðreisn sækir fólk í Samfylkinguna

Efsti maður á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi, Guðbrandur Einarsson, var fyrrum í Alþýðubandalaginu og síðar í Samfylkingu. Fyrir nokkrum dögum var frétt um annan samfylkingarmann sem gekk í raðir Viðreisnar.

ESB-deild úr Sjálfstæðisflokknum stofnaði Viðreisn. Benni stofnandi, Þorgerður Katrín, Þorsteinn Páls og Pavel B. eru allt heimalningar á bithögum XD. 

Samfylking og Viðreisn eiga ESB-drauminn sameiginlegan. En tæplega er það dauða hross ástæðan fyrir vistaskiptum. 

Löngum er það þannig á vinstri kanti stjórnmálanna að fólk skiptir um flokk ef persónulegur metnaður og framavonir fara ekki saman. Rósa B. stökk úr Vinstri grænum í Samfylkingu á þeim forsendum. Andrés Ingi átti sömu brottfarstöð en lenti hjá Pírötum í von um þingsæti.

Nýrra ber við þegar Viðreisn tekur pólitískum flóttamönnum frá öðrum vinstriflokkum. Sumir stóðu í þeirri trú að Viðreisn væri frjálslyndur hægriflokkur. 


mbl.is Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Væri ekki "Viðrini" besta nafnið flokksskrípið?

kv. hrossabrestur 

Hrossabrestur, 22.4.2021 kl. 14:06

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kannski á ég rétt á höfundarlaunum,? Vegna pirrings við stofnun þess flokks,nefndi ég hann Viðrini.

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2021 kl. 15:09

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Var það ekki um páskana sem Þorgerður Katrín lagði fram þingsályktunartillögu um að Ísland ætti að hefja "samningaviðræður" við ESB
Þetta var nánast predikun
Komið til mín allir sem viljið í ESB og tignið evruna.
Meðan Logi sýnir ekkert frumkvæði í neinu og dregur á flot aflóga kvennlegar freigátur sem ekki munu skila neinu fylgi hjá kjósendum

Grímur Kjartansson, 22.4.2021 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband