Jóhannes: ferðaþjónustan stjórni landinu - nei, takk

Í útrásinni um aldamót réðu bankar og stórfyrirtæki landinu. Tilrauninni lauk með hruni 2008. Nú er það ferðaþjónustan sem á að stjórna landinu, segir Jóhannes Þór Skúlason æðstiprestur samtaka sölufyrirtækja í ferðabransanum.

„Kosn­inga­bar­átt­an er haf­in,“ seg­ir Jó­hann­es Þór og talar eins og sá sem valdið hefur. Hann hefur í frammi lítt duldar hótanir um að beita peningaafli á viðkvæmasta tíma stjórnmálamanna - í aðdraganda kosninga - til að knýja fram stjórnvaldsaðgerðir í þágu atvinnugreinarinnar.

Jóhannes fær prik fyrir frumlega ósvífni.

Hann [Jóhannes] seg­ir að kom­ist ferðaþjón­ust­an ekki af stað í sum­ar sé hætt við því að mik­il verðmæti fari í súg­inn og þekk­ing og reynsla starfs­fólks fari for­görðum.

Það var og. Ferðaþjónusta er orðin geimvísindi sem aðeins þrautþjálfaðir sérfræðingar ráða við. Gefðu okkur annan, Jói. Vanþróuð og fátæk ríki byggja afkomu sína á fjöldatúrisma.

Nei, takk, ferðaþjónustan á ekki að stjórna landinu. Landið var á góðri leið fyrir kófið að verða að sorphaug fjöldatúrisma. Tugþúsundir útlenskir farandverkamenn voru fluttir inn í landið sem lét á sjá vegna áníðslu. Innviðir brustu, s.s. heilbrigðiskerfi og samgöngur.

Það á að beita fullum þunga ríkisvaldsins til að takmarka óheft innflæði ferðamanna inn í landið og afnema með öllu niðurgreiðslu ferðaþjónustu.

 

 


mbl.is Þurfum að hefja viðspyrnuna núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband