Einar Kára fékk ekki símtal - Samfylking þakkar fyrir sig

Einar Kárason varaþingmaður Samfylkingar og rithöfundur segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við þá sem ráða á bakvið tjöldin í flokknum. Hann segir í Fréttablaðinu að þremenningarnar sem stóðu vaktina þegar flokkurinn var í lægð eftir ófarir í kosningum 2013 og 2016 fái kaldar kveðjur:

við Ágúst Ólafur og Jóhanna Vigdís tókum að okkur þrjú efstu sætin í Reykjavík suður og vorum á fullu í kosningabaráttu í sex vikur, fengum einn kjörinn og munaði hársbreidd að Jóhanna færi líka inn. Í síðustu könnun vorum við stærsti flokkurinn í kjördæminu og það er skiljanlegt að aðrir renni á slóðina þegar svo er komið. Og nú var okkur öllum þremur hent út af einhverri uppstillinganefnd án þess að vera spurð, það var aldrei einu sinni hringt í mann.

Stórundarlegir hlutir gerast á bakvið tjöldin í flokki jafnaðar og réttlætis. Rósa Björk, sem nýgenginn er til liðs við flokkinn frá Vinstri grænum, er aftur komin á dagskrá í efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmum eftir að hafa gefið út að sækjast eftir þingsæti í Kraganum. Fólki sem lengi hefur starfað í flokknum er fórnað fyrir tækifærissinna.

Valgerður Bjarnadóttir fyrrum þingmaður Samfylkingar segir ,,hörmung" hvernig staðið er að málum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist vera að "kratarnir" séu loksins að átta sig á því að undanfarin ár er búið að vera að vinna að því að HENDA þeim úr flokknum og mátti ekki seinna vera að þeir áttuðu sig á þessu, því Ágúst Ólafur var sá síðasti....

Jóhann Elíasson, 13.2.2021 kl. 11:55

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Logi er búinn að leggja línuna

Hverjum þeim sem hgusað getur sér að starfa með Sjálfstæðisflokknum skal hent út

Samfylkingin á að vera tær vinstri flokku

Grímur Kjartansson, 13.2.2021 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband