Kratar út, nýliðar og vinstri grænir inn

Samfylkingin stokkar upp hjá sér í höfuðborginni, fargar þingmanni og grasrótarfólki en umfram allt krötum. Inn koma nýliðar og vinstri grænn þingmaður í leit að framhaldsábúð á Austurvelli.

Allt mun þetta vera eftir bók Loga formanns sem vill stýra skútunni til vinstri með það fyrir augum að ná saman fjögurra til fimm flokka vinstristjórn eftir kosningar í haust.

Alþýðuflokkurinn gæti boðið fram á ný í höfuðborginni.

 

 


mbl.is Helga Vala og Kristrún efstar hjá Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þessi listi minnir á listan yfir allar stöður hjá Reykjavíkurborg sem ekki eru auglýstar heldur bara skipað í til bráðabrigða en sannarlega eru sömu nöfnin á báðum listum.

Grímur Kjartansson, 13.2.2021 kl. 20:55

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kommúnistar vaða yfir kratana í Samfylkingunni, en nú er helst að fanna þá, kratana, í Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.2.2021 kl. 23:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessir kommar eru upp um allt,rotta sig saman og vona að einhver kjósi þá.Nei fólk er að opna augun og kjósa þá einu sem gera Ísland að því sem fólk þráir mest; fullt Sjálfstæði réttlæti, svo ég fari ekki að telja upp eins og arfalúnir Alþingismenn.

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2021 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband