Heimurinn grænkar, þökk sé CO2

Meira af koltvísýringi, CO2, í andrúmslofti jarðar þýðir að fæðuframboð trjáa og plantna eykst. Heimurinn hefur orðið grænni síðustu 35 ár, segir NASA, þökk sé CO2.

Einhverjir kynnu að halda, og aðrir trúa, að koltvísýringu af mannavöldum valdi hitafarsbreytingum á jörðinni og/eða auki tíðni stórviðra. Hvorugt er rétt, segir lofslagsvísindamaðurinn Roy Spencer. Franski dómstóllinn, sbr. meðfylgjandi frétt, er einfaldlega úti að aka.

Spencer gerði nýlega úttekt á raunbreytingu hitastigs í Kanada og bar saman við spálíkön síðustu 30 ára. Í ljós kom að líkönin gerðu ráð fyrir 50% meiri hækkun hitastigs en raunmælingar sýndu. Hræðslan við manngerða hlýnun hvílir öll á spálíkönum sem í áratugavís spá meiri hlýnun er raun er á. Samt vill fólk trúa öðru og dómstólar dæma samkvæmt bábiljunni.

Hræðslan við heimshlýnun af mannavöldum er úr lausu lofti gripin. Frá 1880 hefur hlýnað um eina gráðu á jörðinni, segi og skrifa um eina gráðu. Tímabilið frá 1300 til 1900 er kallað litla ísöld. Hvers vegna? Jú, á miðaldahlýskeiðinu, sem á undan kom, var hlýrra. Þannig gerast kaupin á henni jörð, frá degi til dags, frá einu loftslagsskeiði til annars.

Loftslagsbreytingar eiga sér náttúrulegar orsakir og þannig hefur það alltaf verið. Löngu áður en maðurinn kom fram sem tegund - við erum aðeins 200 þús. ára gömul - var loftslag jarðar síkvikt. Síðasta ísöld var á dagskrá náttúrunnar fyrir aðeins 12 þúsund árum, sem er hálft augnablik í jarðsögunni. Svo ryðst heimsendaspámennskulið upp á dekk og segir manninn stýra veðurfari jarðarinnar. 

Manngert veður er nýju fötin keisarans. Ímyndun. 


mbl.is Ríkið brást í baráttu við loftslagsbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það þarf ekki mikla kunnáttu í reikningi til að sjá að dæmið um manngerða hlýnun gengur alls ekki upp. Talið er að nú séu í andrúmsloftinu um 750 milljarðar tonna af co2, hafi aukist um tæp 200 milljarða tonna frá fyrri hluta nítjándu aldar.

Þá er talið að manngerð losun í dag sé í kringum 7 milljarðar tonna.  Hvaðan kemur þá aukningin upp á 193 milljarða tonna co2 í andrúmsloftinu?

Staðreyndin er einföld, magn co2 í andrúmslofti lýtur ekki vilja eða gerða mannsins, heldur náttúrunnar. Það á einnig við um hitastig jarðar og lítið samhengi þar á milli. Þó má leiða líkum að því að eitthvað losni meira af co2 og fleiri efnum úr jörðu þegar hitastig hækkar, enda mikið af slíkum efnum bundið í sífrera, sem að sjálfsögðu minnkar við hlynandi loftslag.

Það er ekkert sem hægt er að gera til að stjórna veðurfari eða hitastigi jarðar, einungis hægt að samlaga sig að breyttum veruleika. Í sögu jarðar er ljóst að sumar dýra- og jurtategundir eiga erfiðara með slíkt, en aðrar auðveldara.

Við þekkjum nokkuð vel sögu jarðar, að því marki er vísindin megna. Því er með ólíkindum að enn skuli vera til vísindamenn sem halda því fram að örlítil hlýnun nú eða aukning á co2 í andrúmslofti sé fyrirboði endaloka jarðkringlunnar. Hvers vegna benda þessir vísindamenn á að hugsanlega gætu orðið breytingar á lífsskilyrðum á jörðinni og að ráðamenn verði að bregðast við þeim, að reyna að meta hvaða áhrif þau gætu haft og fara í aðgerðir sem auðvelda að takast á við þær breytingar.

Þó enn muni hlýna er það enginn dauðadómur á móðir jörð. Hér á norðlægum slóðum þýðir hlýnun aukna hagsæld. Annarsstaðar mun hugsanlega fara á hinn veginn. Þó er það svo að þegar hlýjast hefur verið á jörðinni hafa eyðimerkur verið í lágmarki. Jafnvel Sahara eyðimörkin var eitt sinn grasi gróin og dýra- og plöntulíf þar í blóma. Það skapast af því að samfara aukinni hlýnun eykst uppgufun sjávar, aukinn raki í andrúmslofti.

Í gegnum jarðsöguna hafa skipst á ísaldir og hlýskeið. Gegnum öll þessi skeið hefur líf náð að þróast til þess sem það er í dag. Þeirri þróun er fjarri því lokið og hvar mannskepnan mun enda sitt skeið jarðar mun einungis framtíðin leiða í ljós. Ekki er víst að langt sé í þau endalok, enda fjölgun mannskepnunnar langt umfram getu jarðar. Víst er þó að líf mun þrífast um árþúsundir á jörðinni eftir að maðurinn hefur gengið sitt skeið.

Í dag lifum við á kuldaskeiði, nánast ísöld. Þó hitastig hafi eitthvað hækkað síðustu öld, er fjarri því að við séum hólpin frá næstu ísöld. Bara það eitt að ef þróunin hefði verið á hinn veginn síðustu eitt hundrað ár, að hér hefði ekki hlýnað um eina gráðu heldur kólnað um eina gráðu, væri Ísland sennilega orðið óbyggilegt.

Gunnar Heiðarsson, 3.2.2021 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband