Er Sjálfstæðisflokkurinn að máta sig við ESB?

Grein Friðjóns R. Friðjónssonar, fyrrum aðstoðarmanns Bjarna formanns, um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að verða ,,flokkur breytinga" er töluvert til umræðu. Á Facebook-síðu Friðjóns taka nokkrir til máls. Í fyrsta lagi er spurt hvort Friðjón sé á leiðinni i framboð. Í öðru lagi er hann boðinn velkominn í Viðreisn.

Ragnhildur Kolka segir eftirfarandi í athugasemd við blogg gærdagsins:

Friðjón kvartaði og kveinaði um allt það sem uppá vantar svo Ísland megi ganga inní um gullna hliðið. Já, ESB lék þarna á tungubroddinum en var ekki nefnt. Bara eyða eða tóm. Annað hvort er PR maðurinn genginn í lið med Viðreisn, hann tók jú að sér leikstjórn í forsetafarsanum eða Bjarni er að senda út þreifara vegna fullveldis framsals. Eg er hrædd um að þá dugi ekki að senda Brynjar fram á vøllinn. Nú verður Bjarni sjálfur að svara fyrir afstøðu sína til þessara skrifa.

Í haust eru þingkosningar. Hvort sem Friðjón skrifar fyrir eigin reikning eða annarra, maðurinn er jú almannatengill, þá vakna spurningar um hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að máta sig við nýtt hlutverk, - að verða ESB-flokkur líkt og Viðreisn og Samfylking.

Ef svo er myndi það sæta nokkrum tíðindum í íslenskri pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Já þetta er grundvallarspurning um Bjarna. Mörgum finnst henn ekki nægilega skýr í afstöðu sinni til Evrópumálanna.

Halldór Jónsson, 31.1.2021 kl. 13:42

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Ískalt mat...

Guðmundur Böðvarsson, 1.2.2021 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband