9 flokkar á þingi - tækifæri Miðflokks og Framsóknar

Smáflokkapólitík er sjálfkrafa óreiða, því meiri sem flokkarnir eru fleiri. Könnun Maskínu segir að níu framboð næðu inn á alþingi næsta haust. 

Stærstur mælist Sjálfstæðisflokkur með liðlega 21 prósent fylgi. Fjórir minnstu flokkarnir fá ríflega 26 prósent fylgi samtals. Miðflokkur og Framsókn eru helmingur dvergflokkanna.

Gangi könnunin eftir er voðinn vís með landsstjórnina.

Þótt líkur séu á að Sjálfstæðisflokkur sígi upp í kjörfylgi, um 25 prósent, er það ekki nóg til að stemma stigu við óreiðupólitíkinni.

Hér blasir við tækifæri Framsóknar og Miðflokks að slíðra sverðin og ganga í eina sæng. Kalla saman landsfund beggja flokka og gera Sigmund Davíð að formanni elsta starfandi stjórnmálaflokksins.

Það er eftirspurn eftir stöðugleika og áræðni.

 


mbl.is Sósíalistar næðu á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gætir þú ekki verið mér sammála um að FORSETAÞINGRÆÐI

myndi henta betur hér á landi (eins og er í frakklandi)

þannig að FORSETI ÍSLANDS þyrfti sjálfur að leggja af stað

með stefnurnar í stærstu málunum og síðan að standa eða að falla með þeim?

Myndi vilji þjóðarinnar ekki koma best fram í pólitískum forseta á Bessastöðum; sem að þyrfti þá alltaf að hafa allavega  en 51% fylgi á bakj við sig?

Jón Þórhallsson, 25.1.2021 kl. 08:28

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Verðum við ekki bara að vona að meirihluti þeirra alþingismanna sem komast á Alþingi séu tilbúnir að vinna saman í stað þess að vera staðráðnir í að allir hinir flokkarnir séu óalandi og fjandsamleg samskipti sé það eina sem sé í boði

Grímur Kjartansson, 25.1.2021 kl. 11:09

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er merkilegt að illgirnisflokkildi vinstrimanna seu stærstu innflytjendur amerískrar firringar. Öðruvísi mér áður brá. Það er von að þetta hismi falli af í næstu kosningum og að stjórnmál snúist um raunveruleg og aðkallandi málefni í stað persónuníðs, mannorðsmorða og haturs frá fólki sem telur síbylju sína um einingu sátt aðeins vera þá að allir séu sammála þeim og annað fyrirlitlegt og brottrækt.

Þetta fólk sem er svo uppfullt af einingu og sátt er svo aftur á móti allt á kverkum hvers annars þar sem egóið vegur þyngra en heildin. Engir vinnustaðasálfræðingar hafa getað hamið þennan ólæknandi narcissisma hvað oft sem þetta blessaða fólk pantar þá til að koma skikki á eitthvað sem þau ráða ekki við. Þ.e. heilbrigð mannleg samskipti og samvinna.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2021 kl. 22:59

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Held að höfundur hafi nú e-ð ruglast eða einfaldlega gleymt stjórnmálagleraugunum sínum.

Það þarf að kólna vel (kannski bjórkulda á Klausturbar) hjá Kölska til að góðhjartaðir Framsóknarmenn vilji hafa áhuga á að vinna með drykkjuboltunum í Miðflokknum.

Skál fyrir því.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.1.2021 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband