Trump getur og kann, ESB ekki

Trump bólusetur Bandaríkjamenn með skilvirkni og hraða en Evrópusambandið er eins og þriðja heims ríki. Evrópa verður ekki bólusett fyrr en næsta vetur. Á þessa leið greinir þýska útgáfan Der Spiegel stöðu mála.

Evrópusambandið gerði flest vitlaust i upphafi Kínafaraldursins. Þjóðríkin tóku málin í sínar hendur og reistu farsóttarvarnir á landamærum. Þegar kom að bólusetningu tryggði Brussel sér forræði mála og hugðist sýna mátt sinn og megin. En það fór allt í klúður, segir Der Spiegel.

Trump þótti ekki standa sig nógu vel í farsóttinni og bandarískir kjósendur skiptu honum út. Evrópskir kjósendur sitja máttvana uppi með Evrópusambandið og fá ekki að kjósa burt ónýtt yfirvald.


mbl.is ESB missti af bóluefnislestinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þeir eru nú ekki með allar buxur upp um sig í draumríki höfundar.

Kannski ESB geri eins og í sögunnu góðu um nautin tvö, unga og gamla, sem komu yfir hæðina.

Höfundur er líklega enn ungur í anda og rauk af stað.....

http://bit.ly/38mqsNt

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.12.2020 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband