Sögulegar kosningar í Bandaríkjunum

Um tveir af hverjum þrem kosningabærum Bandaríkjamönnum greiddu atkvæði í gær eða um 67%. Í venjulegu árferði tekur rétt rúmur helmingur þátt í kosningunum.

Enn er óljóst á hvorn veginn kosningarnar fara. Mögulega skera dómstólar úr gildi síðustu atkvæðanna.

Merkileg nótt að baki og spennandi dagar framundan.

 


mbl.is Lokastaða: Biden fær 306 kjörmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þegar stefndi í sigur Trumps var sent eftir mútubílnum. 

Benedikt Halldórsson, 4.11.2020 kl. 11:59

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, þetta er óneitanlega spennandi; hvort kosinn verði forseti öðru megin eða varaforseti hinum megin.  :)
En það eru ekki bara forsetakosningar heldur til þingsins líka.
Svo virðist sem demokratar haldi meirihluta í Congress, en republikar í Senatinu.  Eða svo segja nýjustu tölur.

Kolbrún Hilmars, 4.11.2020 kl. 13:32

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er með ólíkindum að þrátt fyrir 99% samfelldan einhliða áróður fjölmiðla gegn Trump sem dregur athyglina frá raunverulegum vandamálum, fær hann góða kosningu, ekki vegna hversu æðislegur hann er. Stuðningsmenn hans þekkja galla hans og styrkleika. Það er svo miklu meira í húfi en Trump sjálfur þótt grobbin sé. Frelsi, lýðræði og svo margt sem þótti sjálfsagt er á hverfanda hveli. Fólk missir vinnuna og er ofsótt fyrir skoðanir sínar. Það er ekkert skrýtið að skoðanakannanir séu liðinn tíð og marklausar með öllu, eins og í Norður Kóreu, Kína og í Rússlandi. Já, ég veit, Trump er ekki gott deit, ekki heldur góður drykkjufélagi og hundleiðinlegur á köflum.  

Hingað til hefur tekist að telja atvæði upp úr kjörkössunum á einni nóttu, nema í einræðisríkjum og bananalýðveldum. Hver svo sem verður "kosinn" forseti bandaríkjanna eftir dúk og disk, mun sá flokkur sem tapar ekki treysta úrskurðinum. Skaðinn er skeður - sem stefnt var að? Árið 2016 boðaði Hillary Clinton fyrir hönd húsbænda sinna, óspektir, óhlýðni og óreiðu. Demókratar hafa ekkert lært. En fólk vill frið, lýðræði, landamæri og góðar leikreglur. 

Hillary Clinton Says Democrats Cant Be Civil Until Theyre Back in Power.

"I would love to see us return to civility," Hillary Clinton told CNNs Christiane Amanpour on Tuesday. Unfortunately, she added, that wont be possible until the Democrats return to power.

Benedikt Halldórsson, 4.11.2020 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband