Rómverskt hlýskeið í vændum?

Haustið er milt á Íslandi þetta árið. Tvær nýlegar rannsóknir, önnur frá því í sumar og hin núna í október, segja að meðalhitinn á rómverska hlýskeiðinu hafi verið 2-6 gráðum hærra en það er núna.

Mælingarnar eru frá Suðurskautinu annars vegar og hins vegar Miðjarðarhafinu. Rómverska hlýskeiðið var frá fæðingu Krists og fram til loka keisaraveldisins, um 500. Þá tók við kuldaskeið er varði til 900 er miðaldahlýskeiðið gekk í garð og samsvarar sögu íslenska þjóðveldisins, 900 til 1300.

Pólitískar deilur er um hvort maðurinn stjórni veðrinu eða ekki. Burtséð frá þeim væri giska huggulegt að fá eins og eitt rómverskt hlýskeið hingað norður.


mbl.is Hægviðri helst í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Lognið á undan storminum, eða storminn fyrst,?

Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2020 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband