Farsóttin kallar á sveigjanlega stefnu

Kurlin eru ekki öll komin til grafar með kórónuveiruna. Langtímaáhrif veikinda eru meiri en ætlað var í fyrstu þótt dánarlíkur hafi lækkað. 

Ákall um skýra stefnu við farsótt sem enn er óútreiknanleg er misráðið.

Stefna stjórnvalda er nægilega skýr, að koma böndum á nýgengi smita eftir því sem kostur er og hafa innanlandshöft sem vægust. Ferðamenn til og frá landinu sæta tvöfaldri skimun og fimm daga sóttkví. 

Allt er þetta eins skýrt og verða má.

Reglur eru sveigjanlegar, uppfærðar á tveggja vikna fresti. Þjóðin stendur með sóttvarnarstefnu stjórnvalda. 

Stundum verður einfaldlega að lifa með óvissu.


mbl.is Segir þörf á skýrri stefnu stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Markmiðið verður að vera skýrt. Er markmiðið að koma í veg fyrir öll smit eða er það að halda álagi á heilbrigðiskerfið í skefjum? Ef fólk skilur hugtakið markmið gerir það sér grein fyrir að markmið er annað en leiðirnar að því.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.9.2020 kl. 21:28

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í sömu andrá fékk ég hugboð um markmið kristinnar manneskju sem er óbilandi trú á guð um leið og hún tilbiður hann. -Biðja um blessun í nafni Jesú Krists og skynja nærveru hans í gleði og sorg. Sú var tíðin að umræða um kristna trú fyllti hverja síðuna af annari hér á Mbl. og oft tekist á um túlkun þess sem ritað er í Biblíunni. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.9.2020 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband