Helga krefst virðingar en sýnir sjálf virðingarleysi

Helga Björg skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar var dæmd fyrir virðingarleysi og ólögmæta áminningu sem hún veitti undirmanni sínum.

Tvö ár eru liðin frá dómnum og Helga Björg Ragnarsdóttir er í stöðugri herferð fyrir æru sinni, sem hún taldi hafa beðið hnekki vegna dómsorða um að hún hefði hagað sér eins og ,,hring­leika­hússtjóri".

Í löngum pistli sér til varnar dettur Helgu Björg ekki í hug að biðja undirmann sinn afsökunar og sýnir í engu tilburði til að draga lærdóm af dómnum.

Helga Björg vill frekjast áfram og sýna öðrum virðingarleysi en krefst samtímis virðingar fyrir sig og sína persónu.

Kostulegt, svo ekki sé meira sagt.


mbl.is „Súrrealísk atburðarás“ eftir dóm héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Arnarson

Líka pínu fyndið að Helga Björk skrifaði langa og tilfinningaþrungna ræðu á Facebook vegg sínum þar sem hún sagði sjálfan sig vera "starfsmann allra borgarfulltrúa, sama í hvaða flokki þeir eru". En allir sem gerðu læk á krúttlegu færsluna hennar voru alveg óvart allir vinstri menn eða Píratar. Helga Björk er því augljóslega starfsmaður í pólitík, eins og vinkona hennar hún Hildur Lilliendahl, sem þvertók þó fyrir nokkur flokkstengsl, sagðist aðspurð ekki hafa hugmynd um í hvaða "flokka hún sé skráð", en varð fátt um svör þegar hún var innt eftir því hvort hún gæti þá bara jafnvel, hugsanlega verið í Miðflokknum.

Valur Arnarson, 12.6.2020 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband