Icelandair ekki of stórt til að falla

Aðalhlutverk Icelandair er sögulega ekki að moka ferðamönnum til Íslands, heldur tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. En flugsamgöngur eru ekki háðar sömu lögmálum og fyrr þegar ríkisflugfélög á borð við British Airways, Air France, Lufthansa og SAS réðu háloftunum í samkeppni við bandaríska risa: Pan Am, AA og fleiri félög er voru rekin á markaðsforsendum.

Flugsamgöngur eru nú að heita eingöngu í höndum einkafyrirtækja. Markaðurinn ræður ferðinni, félög rísa og hníga eins og froða i eldhúsvaski.

Flugsamgöngur verða við Ísland þótt Icelandair fari í gjaldþrot og áfram koma ferðamenn til landsins.

Alveg eins og bankar mega aldrei aftur verða of stórir til að falla er beinlínis óæskilegt að nokkurt flugfélag komist í þá stöðu.

Þegar ferðamálastjóri ýjar að þeirri hugsun, að Icelandair sé of stórt til að falla, gerir hann engum greiða nema þeim sem vilja flugfélagið feigt. Því hvenær ef ekki núna ætti flugrisaeðla að taka sitt síðasta flug? Himinhvolfið er hvort eð er svo gott sem tómt af flugvélum.


mbl.is Óvíst hvort einhver myndi fylla í skarð Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Akkúrat!

Þorsteinn Siglaugsson, 16.5.2020 kl. 20:14

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Endilega sparka í þá sem eru laskaðir.

Steinarr Kr. , 16.5.2020 kl. 20:28

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er bara rétt hjá Páli. Hvort sem Icelandair stendur eða fellur munu túristar halda áfram að koma til Íslands. Það þarf engar áhyggjur að hafa af öðru.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.5.2020 kl. 22:48

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

ojú! Þeir sem hafa borgað fargjöld fram í tímann.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2020 kl. 05:04

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég á inni u.þ.b. 1.700 norskar krónur, vegna ferðar sem féll niður út af faraldrinum. Ég er tilbúinn að láta þá peninga tapast, frekar en að leggja klyfjar á skattgreiðendur til að bjarga peningamönnum.

24.000 krónur (íslenskar) eða þar um bil, eru litlir hagsmunir miðað við að láta pilsfaldakapítalismann festast enn frekar í sessi. Allar svona ríkisbjarganir skapa fordæmi.

Theódór Norðkvist, 17.5.2020 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband