Trump sannur leiðtogi, maður meðalhófsins

Sem fyrr er Trump Bandaríkjaforseti fordæmi fyrir skynsamlegar farsóttarvarnir. Hann var sá fyrsti sem lokaði landamærum. Fyrir það fékk hann ágjöf frá alþjóðasinnum, Gulla utanríkis hér á landi, sem vildu bíða eftir alþjóðlegum ráðstöfunum - er aldrei voru í kortunum.

Að fordæmi Trump lokuðu aðrar þjóðir landamærum sínum til að stemma stigu við smiti. Margvíslegar lokanir aðrar komu í kjölfarið, allt frá mildu samkomubanni yfir í útgöngubann.

Nú þarf að losa um höftin og aftur er það Trump sem er lýsandi dæmi um skynsamlegt meðalhóf. Ekki of mikið og ekki of snemma er ráðlegging húsbónda Hvíta hússins.

Heimsbyggðin fylgir leiðtoganum en formælir Trump sem aldrei fyrr. Enda laun heimsins vanþakklæti.


mbl.is Trump vill bíða örlítið lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nýliðinn John F. Kennedy var næstum því búinn að koma af stað kjarnorkustríði - óvart. Hann vissi ekki að það þurfti að umgangast Sovétríkin eins og tifandi tímasprengju enda kronungur og reynslulaus, rétt skriðinn yfir fertugt. 

Nýliðinn Bill Clinton ruglaðist á valíumtöflum og Monicu Lewensky. Kornungur og glaður, rúmlega fimmtugur. 

Nýliðinn George W. Bush treysti algerlega á ráðgjafa sína eftir 11. september vegna athyglisbrests og ungs aldurs, rétt skriðinn yfir fimmtugsaldurinn. 

Nýliðinn Barack Obama lét sig falla afturábak og treysti ráðgjöfum sínum 100%, og boðaði hamafarahlýnun í kjölfarið enda unglamb, rúmlega fimmtugur. 

Ólafur Ragnar Grímsson hafði verið forseti í 14 ár, er hann neitaði 66 ára, að staðfesta umdeild Icesave-lög 5. janúar 2010. 

Donald Trump var kosinn forseti sjötugur

Winton Churcill var 66 ára þegar honum var treyst til að tækla Hitler. 

Benedikt Halldórsson, 23.4.2020 kl. 13:15

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Trumpophobia er útbreiddur sjúkdómur á Íslandi. Til dæmis er Ómar Þorfinnur Ragnarsson illa haldinn af honum og sér hans vondu áhrif við hvert fótmál. Talna-Bensi er annað og Guðmundur Steingrímsson þriðja. Miklar mannvitsbrekkur og leiðbeinendur allir.

Halldór Jónsson, 23.4.2020 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband