RÚV hræðir fólk með dauðafrétt

Aðalfrétt RÚV í hádeginu var um ótímabært andlát konu á fimmtugsaldri. RÚV byggði fréttina á nafnlausum heimildum, eingöngu.

Fréttin er til þess fallin að hræða fólk um að veikir fái ekki umönnun, það sé stórhættulegt að leggjast inn á spítala.

Það er eins og RÚV-fréttamenn geri sér sérstakt far um að skilja dómgreindina eftir heima þegar þeir fara í vinnuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var þetta semsagt ösatt eða er betra fréttastofur að ljúgi með þögninni? Sé ekki betur en að þetta sé í öllum fjölmiðlum.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2020 kl. 14:55

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sjálfsagt er þetta satt. En fréttin var aðalfrétt RÚV í hádeginu sem gerir hana dramatíska. Í öðru lagi var hún byggð á nafnlausum heimildum. Það er eins og einhver vilji fá fréttina strax út og þá er aðlilegt að sá hinn sami komi fram undir nafni og númeri.

Ótímabært dauðsfall er sorglegt en það þarf ekki að vera saknæmt eins og látið er liggja að í fréttinni.

Fólk er nú þegar með áhyggjur af því hvort það fái heilbrrigðisþjónustu vegna álags á kerfinu. Frétt RÚV eykur þær áhyggjur.

Páll Vilhjálmsson, 31.3.2020 kl. 15:27

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

RUV er fyrir fjölmargar sakir gagnrýnivert og mörg frumhlaup þeirra alvarleg ,svo ekki sé síst minnst á pólitíska slagsíðu og, sem mér finns verst. Einsleitni í álitsgjöfum er líka eins og lélegur brandari. Ef þeir hafa ályktað að eitthvað hafi farið miður hjá heilbrigðiskerfinu, þá er það nokkuð sjálfgefið þegar manneskja er send heim og deyr fáum klukkustundum síðar. Nafnleysi heimilda er daglegt brauð, en það að leita staðfestingar þeirra er siðlaust.

Ég trúi því ekki að það hafi gerst í þessu tilfelli.

Held að hver mmaður hafii gert þá ályktun sjálfur. Það gjaldfellir alla réttmæta gagnrýni á stofnunina að setja spinn á eitthvað sem ekkert er. 

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2020 kl. 18:07

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"...að leita EKKI staðfestingar þetta er siðlaust" - átti að standa þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2020 kl. 18:15

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í siðareglum blaðamanna bæði hér og á Norðurlöndum er kveðið á um að sérstakt tillit skuli tekið til þess þegar fólk lendir í hörmungum sem það ber enga ábyrgð á.

Dauðsfall tiltölulega ungrar konu er sjálfrafa hörmulegur atburður allra aðstandenda.

Fréttamaður RÚV nafngreindi enga heimildamenn. En málsatvik segja að þeir gata aðeins komið úr tveim hópum. Í fyrsta lagi innan úr heilbrigðiskerfinu, og þá væri það lögbrot, og í öðru lagi frá aðstandendum sem eiga um sárt að binda.

Það er sjálfsagt að fjalla um dauðsföll sem eru fréttnæm og skipta almenning máli. En það er ekki sama hvernig það er gert.

Umrætt dauðsfall var fyrir 5 dögum. Frétt RÚV var án heimildamanna.

Ef RÚV væri vönduð fréttastofa hefði verið beðið með fréttina þangað til málsatvik væru skýrari.

Í kvöldfréttum RÚV var ekki einu orði minnst á fréttina sem var aðalfrétt í hádeginu. Þögnin segir heilmikla sögu.

Páll Vilhjálmsson, 31.3.2020 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband