Veiran, varkárni og móðursýki

Kórónaveiran mun líklega nema land á Íslandi. Ekki er raunhæft að loka landinu og bíða af sér sóttina. Skynsamlegar varúðarráðstafanir draga úr líkum að veiran breiðist út til þeirra sem síst þola álagið sem fylgir, þ.e. þeir sem veikir eru fyrir.

Móðursýki um að veiran sé svarti dauði samtímans hjálpar ekki. Þeir sem nota veiruna til að slá pólitískar keilur ættu að láta af þeirri iðju. 

Verum varkár og gerum skynsamlegar áætlanir um hvernig skuli taka á vandanum. Sýnum samstöðu og yfirvegun.


mbl.is 46 sýni rannsökuð hér og öll neikvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Það læðist að mér sá grunur að þú teljir þig ekki í áhættuhópi.

Sem og að þeir sem fjármagna andvaraleysi þjóðarinnar, fávísu börnin sem þú þekki svo vel úr orkupakkaumræðunni, að þeir hafi náð vissum tökum á þér.

En Logi grætur ekki samkenndina í ?????.

Að kurteisi við fyrri skrif, þá nota ég ekki orðið sem oftast er notað um Loga.

En þið eruð báðir á áhættulista.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2020 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband