Play, Excel og tiltrú

Fjárfestar sem eiga að hafa vit, og bera því forskeytið fag-, eru tregir til að setja pening í flugfélag sem aðeins er til á pappírunum og heitir Play.

Fjárfesting, hvort heldur fagfjárfesta eða annarra, byggir á tiltrú að fyrirtækið standi við loforð að skapa eigendum sínum arð.

Reikniforritið Excel útfærir loforðið í krónur og aura að gefnum forsendum. Sölumenn viðskiptahugmynda eru flinkir á Excel sem þó er aðeins skáldskapur um framtíðina.

Ferðaþjónusta óx hratt hér á landi á meðan WOW flutti hingað ferðamenn sem voru niðurgreiddir með peningum fjárfesta. Samdrátturinn í kjölfar falls WOW kom illa niður á ferðaþjónustunni.

Stofnendur Play biðla til ferðaþjónustunnar um ,,sameiginlega" fjárfestingu eins og hlutafélag sé eitthvað annað en einmitt það - sameiginleg fjárfesting hluthafa.

Á endanum ræður tiltrú fjárfesta á viðskiptahugmyndinni hvort nægt hlutafé safnast til að fyrsta flugvélin merkt Play taki á loft. Trúin flytur fjöll, segir orðtakið. Í þenslu og góðæri er meiri trú en minni í samdrætti og hallæri.

Tilboði um sameiginlegt skipbrot er auðvelt að hafna ef maður er ekki þegar munstraður á fleyið. 


mbl.is Biðla til hóps fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað fer útkoman í ÖLLUM reiknisdæmum eftir FORSENDUNUM SEM ERU SETTAR INN Í DÆMIÐ.  ÞESS VEGNA ER HÆGT AÐ SEGJA AÐ ÞÚ GETUR RÁÐIÐ ÚTKOMU DÆMISINS.  EN ÞAÐ ER ERFIÐARA AÐ HAFA ÁHRIF Á "RAUNVERULEIKANN".....

Jóhann Elíasson, 22.11.2019 kl. 11:39

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Flugfargjöld túristanna voru ekki bara niðurgreidd af fjárfestum. Stór reikningur situr eftir í fangi skattgreiðanda og ekki báru stjórnendur Isavia gæfu til að reyna að minnka það tjón. Þeir eru enn að berja hausnum við steininn og segjast munu endurtaka vitleysuna ef upp kemur svipuð staða. Myndu þeir gera það ef þeirra eigin peningar væru undir? Þetta er ekkert annað en WOW Re-Play ef þetta fer nokkurn tímann af stað. Halda skal því til haga að 14.000 kr. vantar upp á hvern seldan flugmiða WOW frá upphafi til að fá upp í lýstar kröfur.

Örn Gunnlaugsson, 25.11.2019 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband