Trúin á spillinguna, spámennirnir og fall Bensa

Á Íslandi er trú á spillingu. Líkt og í trúarmálefnum almennt er ekki spurt um undirstöðu trúarinnar, að Ísland sé spillt, - það væri guðlast - heldur iðka menn trú sína án þess að spyrja um rök eða forsendur.

Trúin þrífst á spámönnum, sem margir hverjir hreiðra um sig í fjölmiðlum, og trúarsöfnuðum sem kalla sig stjórnmálaflokka. Safnaðarlífið er giska fjörugt síðustu ár og misseri; söfnuðir á víxl stofnaðir og aflagðir.

Endrum og sinnum birtast spámönnum opinberanir um spillingu. Lykilatriði er að nafngreina þann spillta, sem eftir atvikum er einstaklingur en sjaldnar fyrirtæki eða stofnun. Ef um er að ræða lögaðila þarf að setja andlit einstaklings í forgrunn enda verður sá spillti að vera af holdi og blóði til að þjóna tilgangi blóðfórnar.

Spillti einstaklingurinn er ekki tekinn neinum vettlingatökum. Þekktu spámennirnir ryðja brautina í fjölmiðlum og segja véfréttir af þeim spillta. Minni spámenn koma í halarófu á eftir og úthúða skotmarkinu fyrir stórt og smátt. Söfnuðir halda bænastundir, semja ályktanir og oddvitarnir taka til máls á alþingi og samfélagsmiðlum.

Takist vel til með opinberunina skapast stemmning í samfélaginu fyrir allsherjarsamkomu þeirra trúuðu. Samkoman er venju samkvæmt haldin á Austurvelli. Þar berja þeir réttlátu sér á brjóst, stíga á stokk og strengja heit.

Trúin á spillinguna er þrungin stæku hatri á sérvöldum fórnarlömbum. Í ferlinu frá opinberuninni og fram að allsherjarmessunni á Austurvelli fer saman reiði og sjálfsupphafning múgsins. Við erum þeir hreinu, réttlátu, saklausu og þarna fer úthrópaða kvikindið sem hvergi skal um frjálst höfuð strjúka.

Þegar móðurinn rennur af spámönnunum og söfnuðinum, nokkra daga eða vikur eftir Austurvallamessu, átta sumir sig á að opinberunin var haganlega saman settur spuni með hálfsannleik og kryddaður nokkrum sannleikskornum.

En vei þeim sem efast um gildi sakramentanna. Maður er kallaður Bensi, liðtækur minni háttar spámaður, og sat í ríkisstjórn sem sprakk eftir næturfund hjá einum söfnuðinum. Bensa varð það á í aðdraganda kosninganna í kjölfarið að viðurkenna svo aðrir heyrðu til að hafa gleymt opinberuninni sem felldi ríkisstjórnina. Óðara var Bensi sviptur hempunni í söfnuðinum sem hann stofnaði og veitti forstöðu. Í framhaldi var þingsetan afturkölluð.

Trúin á spillingu er öllum boðorðum æðri. Spyrjið Bensa, ef þið vogið ykkur að trúa ekki.


mbl.is Sósíalistar álykta vegna Samherjamálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála og bæti þesum frábæra texta við:

AFRICA AND THE WORLD eftir Lawrence Freeman

The target of this unprecedented manipulation is you, the young adults, the children and teenagers of this world! Shouldnt it make you stop and think, when your alleged "rebellion" is supported by the whole spectrum of mainstream media and the entire liberal establishment? Yet the vile idea that manipulating the paradigm-shift of an entire society must begin with the indoctrination of children is nothing new. As early as 1951, Lord Bertrand Russell wrote in his book, The Impact of Science on Society:

"I think the subject which will be of most importance politically is mass psychology. . . . Its importance has been enormously increased by the growth of modern methods of propaganda. . . . It may be hoped that in time anybody will be able to persuade anybody of anything if he can catch the patient young and is provided by the State with money and equipment. The social psychologists of the future will have a number of classes of school children on whom they will try different methods of producing an unshakable conviction that snow is black. . . . not much can be done unless indoctrination begins before the age of ten."

The goal of the apocalyptic scaremongering by people like Alexandria Ocasio-Cortez ("We have only 12 years left!") or the head of the British Commonwealth, Prince Charles ("We only have 18 months left!"), is an induced radical change in the way of life of mankind. Everything that we have understood as progress during the last 250 years should be abandoned, and we should return to the technological level that existed before the Industrial Revolution. But this also means that then the number of people who can be sustained at that level will drop to about a billion or less.

It would mean that developing countries would have no prospects for ever escaping poverty, hunger, epidemics and a shortened lifespan; it would be a genocide of an unimaginably large number of people! If "climate scientist" Mojib Latif thinks that the Western lifestyle can not be transmitted to all people in the world, and if Barack Obama is outraged that many young people in Africa want a car, air conditioning and a big house, then behind that lurks the inhuman arrogance of members of the totally privileged upper class. It is precisely this view by the colonial rulers that is responsible for the fact that Africa and much of Latin America are still underdeveloped, and many hundreds of millions of people have died early unnecessarily.

For the developing world, the pseudo-religion of anthropogenic climate change means genocide. For the souls of the young people of the world, the cultural pessimism it induces is a poison that destroys confidence in human creativity. When every activity becomes a problem and is suddenly laden with guilt eating meat, or eating at all, driving a car, flying, home heating, clothing, and indeed life itself it destroys any enthusiasm for discovery, any enthusiasm for that which is beautiful, and all hope for the future. And if every human being is just another parasite that destroys the environment...

Benedikt Halldórsson, 19.11.2019 kl. 09:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Páll.

Þú færð prik fyrir þennan grátlega sanna pistil þinn.

Það hljóta allir að geta tekið undir þessi orð þín, sama í hvaða flokki þeir standa, sama hvaða lífsskoðanir eru undirliggjandi í pólitískri sýn þeirra.

Trúboðið, upphrópanirnar og múgæsingin er meinsemd í íslenskri þjóðmálaumræðu.

Vegna þess að þau kæfa hina nauðsynlegu rökræðu andstæðra sjónarmiða.

Ógna í raun lýðræðinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2019 kl. 09:34

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi trúarjátning Sósíalistaflokksins gerir lítið annað en vekja athygli á að Namibíu hefur verið stjórnað af sósíalistum síðustu 30 ár.

Semsagt Valdið til Fólksins.

Ragnhildur Kolka, 19.11.2019 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband