Fimmtudagur, 14. nóvember 2019
RÚV breytir frétt: hannar nýjan veruleika
Frétt á RÚV um Samherjamálið var breytt í kvöld. Í útgáfu fréttarinnar var harmað að frumvarp forsætisráðherra um vernd uppljóstrara myndi ekki vernda starfsmann Seðlabanka Ísland sem lak upplýsingum til RÚV um húsleit hjá Samherja.
RÚV leggur ofurkapp á að fá vernd fyrir samstarfsmann sinn í Seðlabankanum. Fréttamaður RÚV sakaði Katrínu forsætisráðherra um hræsni í fréttaviðtali í gær vegna málsins.
Seinni útgáfa fréttarinnar í kvöld var breytt til að draga athyglina frá samvinnu RÚV og Seðlabanka í aðförinni að Samherja sem upphaflega fréttin afhjúpaði.
Í lok nýrrar útgáfu fréttarinnar segir RÚV: ,,Fréttinni hefur verið breytt. Í upphaflegri útgáfu stóð að frumvarpið næði ekki yfir fyrrverandi starfsmenn fyrirtækja."
Fyrirsögnin í upphaflegu fréttinni krafðist verndar fyrir seðlabankamanninn sem lak trúnaðarupplýsingum í RÚV.
RÚV hannar nýjan veruleika í takt við áróðursstöðuna hverju sinni. Í Efstaleiti er ekki stunduð fréttamennska heldur áróður.
Umfjöllun Kveiks einhliða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.