Albanskur hælistúrismi, Namherji og RÚV-dramatík á alþingi

Fyrir viku bjó RÚV til handrit að sólarhringsdrama á alþingi vegna albanskrar fjölskyldu í leit að velferðaraðstoð hér á landi. RÚV-leikritið í þessari viku heitir Namherji.

Áhrifin eru þau sömu. Þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar taka heljarstökk í takt við fyrirskipanir frá Efstaleiti. Í síðustu viku voru Íslendingar mannfjandsamlegir; í dag spilltir.

RÚV-leikritin svara eftirspurn eftir sjálfshatri.


mbl.is „Spillingarbæli“ eða óþarfa dramatík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

RÚV svalar fíkn egóista sem fá kikk út úr því að niðurlægja aðra eða sjá RÚV gera það. Það hefur ekkert að gera með sannleikann, ekki frekar en löngun fíkla í dóp sem svífast einskis til fá næsta skammt, elska engan og finna bara fyrir blóðþorsta og að "einhver" fái makleg málagjöld.  Þeir sem eru ósammála eru rasistar, nasistar o.s.fr.v Sama gamla lumman.

Ef fram fer sem horfir mun RÚV tortíma þjóðinni í samstarfi við Stundina og fleiri. Engin með sjálfsvirðingu lætur rugludalla mata sig til lengdar. 

Áhorfendum og lesendum fækkar því enn hraðar eftir því sem æra manna er oftar fórnað til að friða skrílinn. Fórnin er alltaf hvítir miðaldra karlar sem þurfa að sanna sakleysi sitt.

Allir sem vilja sjá mynstrið. Það er hættulegt. Það eru engin mörk. 

Benedikt Halldórsson, 14.11.2019 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband