Meiri hlýnun, takk

Nýliðinn ágúst er sá kaldasti á Íslandi í rúman aldarfjórðung. Samt eru einhverjir hér á landi að krefjast kólnunar og að við eigum að fara í stórfelldar aðgerðir, greiddar með almannafé, til að gera Ísland kaldara.

Góðu heilli skiptir náttúran sér ekki af brölti mannanna meira en svo að það ýmist hlýnar eða kólnar óháð vitleysunni sem manninum dettur í hug.

En við gætum þegið frá móður náttúru aðeins hlýrra loftslag.


mbl.is Ágúst ekki verið kaldari síðan 1993
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

No photo description available.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 4.9.2019 kl. 11:11

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála þér í þessu kæri Páll.

Hjarðhegðun stjórnmálamanna um víða veröld sem og stórs hluta fjölmiðlamanna við bábiljum fárra "vísindamanna" um manngerða hlýnun gengur fram af manni.

Fáein dæmi um bullið geta menn t.d. lesið á neðangreindum slóðum :

.

https://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/2239463/

.

https://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/2238886/

.

Fleira um hlýnunarbullið og Ok :

 

Sjá Morgunblaðið 9. október 1960 :

 

 

Páll Magnússon lýsir þessu hér :  

 

 

Í Morgunblaðinu 9.10.1960 segir meðal annars : "Myndin hér til hliðar sýnir vel hvernig komið er fyrir Okinu. Jökullinn hefur eyðst svo mjög að gígurinn er orðinn auður nema í botninum og er hann nú fyrir utan fönnina." 

 

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson segir á 

 

 

meðal annars þetta:  "Ef útlínur Oksins, sem menn rugla oft við gíginn Broskarlinn) sunnan við hinn meinta jökul, er skoðaðar á mismunandi loftmyndum frá 20. öld (sem reyndar voru allar teknar á mismunandi tíma sumar) kemur í ljós að Okið hefur ekki tekið sérstaklega miklum breytingum á 20. öld. Sjá ágæta BA-ritgerð Maríu Jónu Helgadóttur frá 2017 um Okið. Fræðist:  

 

 

Það er svo nú á 21. öld að bráðnum snjóalaga á Okinu verður meiri, enda hefur meðalhiti hækkað af einhverjum ástæðum, sem ég vill ekki útiloka að séu manninum að kenna, þó að blessaða sólin verði ekki heldur sýknuð í þetta sinn, frekar en oft áður.

Ég vona að útförin við Okið verði falleg og eftirminnileg. En hvenær verður svo útför heimskunnar og auðtrúar haldin á Íslandi og Gróa á Leiti heigð með þeim?

Þegar jökull er ekki jökull í fræðilegum skilningi, og stærð hans, sem mæld var á óþekktan hátt á 19. öld, er borin saman við stærðina í dag er harla fyndið að sjá fullorðið fólk halda útför fyrir "jökul" á öræfum Borgarfjarðar og keyra þangað í jeppum sinum með heimspressuna í eftirdragi.

Ef Okið hefur nokkur sinni verið jökull, ef til vill á 18. öld, sem ég tel mögulegt, er nú haldin útför fyrir jökul sem löngu leið. Því er sannast sagna frekar nekrófíl stemmning yfir því að tengja meintan dauða Oksins við heimshitnun á hinum síðustu og verstu tímum. Það er eitthvað æði í gangi og stundum grunar mann að mannskepnan þurfi að hafa "hótun yfir höfðinu" til að geta séð tilgang með lífinu."


Þá er enn að segja frá raunveruleg vísindi um þessa hnattrænu hlýnun sem á að vera svo mikið vísindalega sannað. Við skoðun kemur annað í ljós. 
Hér er sýnt fram á að sú fullyrðing stenst afar litla skoðun : 

 

 

Þar segir meðal annars :  " Staglast er á því í fjölmiðlum, að 97 af hundraði vísindamanna telji hnattræna hlýnun vera af manna völdum...............Uppruni staglsins um 97 vísindamenn af hundraði er í rannsókn eftir eðlisfræðinginn John Cook og fleiri, sem greint var frá í veftímariti árið 2013 :

 

 

. Þar voru skoðaðir rösklega 11 þúsund útdrættir úr ritrýndum ritgerðum um loftslagsmál tímabilið 1991–2011. Cook og félagar héldu því fram, að samkvæmt rannsókninni teldu 97 af hundraði vísindamanna hnattræna hlýnun vera af manna völdum („97.1% endorsed the consensus position that humans are causing global warming“). 

Þegar grein þeirra Cooks er skoðuð nánar, kemur þó annað í ljós, eins og eðlisfræðingurinn og hagfræðingurinn David Friedman hefur bent á  

 

 

Í tveimur þriðju hlutum ritgerðanna er engin afstaða tekin til þess, hvort hnattræn hlýnun sé af manna völdum. En hvað um þann einn þriðja hluta, þar sem afstaða er tekin? Í rannsókn sinni flokkuðu Cook og félagar ritgerðir, þar sem hnattræn hlýnun var talin af manna völdum, í þrennt. Í fyrsta flokki voru ritgerðir, þar sem sagt var beint, að hnattræn hlýnun væri mestmegnis af manna völdum, og lögð fram töluleg gögn um það. Í öðrum flokki voru ritgerðir, þar sem fullyrt var, að hnattræn hlýnun væri að miklu leyti af manna völdum, án þess að sérstakar tölur væru nefndar. Í þriðja flokknum voru ritgerðir, þar sem sagt var óbeint, að hnattræn hlýnun væri að einhverju leyti af manna völdum.

Af þeim ritgerðum, þar sem afstaða var tekin, voru 1,6% í fyrsta flokki, 23% í öðrum flokki og 72% í þriðja flokki. Þess vegna hefði verið nákvæmara að segja, að 1,6% vísindamanna, sem birt hefðu ritrýndar ritgerðir um loftslagsmál, héldu því fram, að hnattræn hlýnun væri mestmegnis af manna völdum, en að þorri vísindamanna teldi menn hafa einhver áhrif á loftslagsbreytingar án þess að horfa fram hjá hlut náttúrunnar sjálfrar."

 

 



Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.9.2019 kl. 11:20

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Allt gott og blessað að vilja aukna hlýnun, en þar sem þú ert ekki vitleysingur, þá veistu mæta vel, að ef spár um hlýnun ganga eftir, þá geta staðbundin áhrif víða verið á annan veg.

Um þetta hefur verið rætt og ritað í þó nokkur ár, hvað okkur varðar þá er alvarleiki málsins veikleiki Golfstraumsins.

Sem sannarlega hefur gengið eftir miðað við spár sem settar voru fram um aldamótin.

Þú veist þetta Páll, en þú kýst samt að ljúga.  Hvort sem skýring þess er þráin um aukin lestur, eða það sé forsenda tímakaups þíns.

En grínið kárnar þegar þú ert eitt af andlitum þjóðarinnar gegn hjáleigusambandinu sem kennt er við EES.

Allt mikið rétt sem þú segir þar, en þegar þeir sem lágmarksþekkingu hafa, lesa áróðursbull líkt og pistill þinn er hér að ofan, þá gjöldum við hin þess, sem eigum þá eina sýn að börnin okkar lifi í sjálfstæðu landi, þar sem þjóðin ákveður lög og reglur.

Í raun er ekkert mikilvægara.

Og annað sem fóðrar í raun skiptir engu máli ef menn skilja mikilvægi þess að smáþjóð sé sjálfstæð en ekki hjáleiga mega ríkjasambands.

Völin og kvölin er þín Páll, en það verður ekki bæði sleppt og haldið.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2019 kl. 11:59

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, spár haf einmitt ekki gengið eftir, eins og rakið hefur verið hér á þessu bloggi. Þeir sem trúa á manngert veður breyttu í framhaldi hamfaraspám; nú var það ekki hlýnun heldur veðuröfgar s.s. fellibyljir.

Tilgátur um aukna hlýnun stóðust ekki enda ekkert til sem heitir manngert veður. Miðaldahlýskeiðið frá um 800 til 1300 og litla-ísöld frá um 1300 til 1900 eru ekki mannanna verk heldur náttúrunnar.

Páll Vilhjálmsson, 4.9.2019 kl. 12:56

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Páll.

Það er til fólk sem er sama sinnis og þú.

Það afneitar samt ekki hlýnun jarðar, það það er einfaldlega ekki sammála því að brennslu jarðeldsneytis sé um að kenna.  Þú sjálfur hefur vitnað í greinar og fyrirlestra vísindamanna sem benda til dæmis á virkni sólar, eða sem ég man ekki alveg hvort þú hafir vitnað í, breytileikann í stöðu vetrarbrautar okkar miðað við miðjuna sem vetrarbrautirnar okkar snúast um.  Og eitthvað fleira sem ég kann ekki alveg að nefna.

Þeir vísindamenn sem benda á aðrar orsakir, þeir taka ekki slaginn varðandi hlýskeiðið á norðurhveli á miðöldum, því það var staðbundið í stærra samhengi.

Þeir þrasa heldur ekki um að jörðin sé að hlýna, og hafi hlýnað frá því um 1800 eða rúmlega það.  Þeir sem taka sig alvarlega rífast ekki við tölfræðilegar staðreyndir.

Spurningin er um orsakavaldinn, og í þeim efnum hefur ekkert verið sannað, eða afsannað.

Hvort sem hlýnunin er vegna athafna manna, eða breytingu á virkni sólar, þá er ljóst að aukið ferskvatn í norðurhöfum veikir Golfstrauminn, sem aftur gerir það að verkum að það gæti kólnað á Íslandi, allavega ljóst að svæðið kringum Ísland er kaldur blettur í augnablikinu. 

Þetta er faktur Páll, hver sem skýringin er eða réttara sagt, orsakavaldurinn.

Annar faktur er að veikleiki í rökfærslu á einu sviði, er oft notaður gegn öðrum rökfærslum sem standast.

Á það var ég að benda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2019 kl. 14:08

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, mér sýnst við vera nokkuð sammála þrátt fyrir allt. Hvað Golfstrauminn varðar er ábyggilega hætta á að hann breytist - án atbeina mannsins - og það gæti haft veruleg áhrif á búsetu á Íslandi. Fiskveiðar t.d. virðast ekki byrja af krafti á Íslandi fyrr en um 1300. Spyrja má hvort kaldara loftslag, þ.e. litla-ísöld 1300-1900, hafi haft áhrif og aukið fiskgengd.

Svo er það hitt, hvort að rökræður eða bloggfærslur á einu sviði, t.d. utanríkismálum, hafi áhrif á hvort einhver sé tekinn trúanlegur á öðrum vettvangi, s.s. loftslagsmálum.

Mín reynsla er að þeir sem stunda opinbera umræðu, hvort heldur sem álitsgjafar, stjórnmálamenn eða aðilar á samfélagsmiðlum, eru ýmist sæmilega til fara í röklegum skilningi eða tötralegir, þ.e. fremur samhengislausir.

Páll Vilhjálmsson, 4.9.2019 kl. 14:26

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Eiginlega ætla ég ekki að þrasa um þessa nálgun þína, það er að skrif eru dæmd eftir innihaldi.

En svona í ljósi þess að hitamet hafa fallið um allan heim á þessu ári, þá er færsla þín að ofan mjög veik, nema ef þú spáir í þetta með kalda blettinn í kringum Ísland.

Sem er í samræmi við spár.

Engu að síður, þá les ég rök þín í EES málum, og er oft mjög sammála, algjörlega sammála, og jafnvel rúmlega það.

Sem er kannski það sem skiptir mestu máli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.9.2019 kl. 14:39

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir spjallið, Ómar.

Páll Vilhjálmsson, 4.9.2019 kl. 14:42

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef menntuðustu vísindamenn heimsins eru ekki á einu máli um þessi mál, held ég að við bloggvísindamennirnir leysum þau ekki. Ég hallast þó frekar að því að glópahlýnunarfræðin (eða -æðið) sé farin að líkjast trúarbrögðum fremur en vísindum.

Það dugir mér að lesa Biblíuna og sjá (með skelfingu) hvern hörmunarspádóminn rætast á fætur öðrum og staðfesta hve Orð Krists er örugg leiðsögn. Til dæmis eftirfarandi.

5Jörðin vanhelgast undir fótum þeirra, er á henni búa, því að þeir hafa brotið lögin, brjálað boðorðunum og rofið sáttmálann eilífa. 6Þess vegna eyðir bölvun jörðinni og íbúar hennar gjalda fyrir það. Þess vegna farast íbúar jarðarinnar af hita, svo að fátt manna er eftir orðið. - Jesaja 24:5,6

Eina vonin er að snúa sér frá sínum vondu vegum og gefast Kristi þá munu koma endurlífgunartímar.

13Þegar ég byrgi himininn, svo að eigi nær að rigna, og þegar ég býð engisprettum að rótnaga landið, og þegar ég læt drepsótt koma meðal lýðs míns, 14og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra. - 2. Kronikubók 7:13,14

19Gjörið því iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði afmáðar. 20Þá munu koma endurlífgunartímar frá augliti Drottins, og hann mun senda Krist, sem yður er fyrirhugaður, sem er Jesús. - Postulasagan 3:19,20

Theódór Norðkvist, 5.9.2019 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband