Brexit er barátta um lýðræði og þjóðríkið

Tvær meginútgáfur af úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Brexit, koma til greina. Í fyrsta lagi að Bretland gengur út, með eða án samnings, og farnast vel. Þá sigrar lýðræðið og þjóðríkið. Í öðru lagi að Bretland gangi út, með eða án samnings, og farnast illa. Lýðræðið tapar, ESB sigrar.

Á meðan May var forsætisráðherra var þriðji möguleikinn fyrir hendi, að Brexit yrði aðeins að nafninu til. Bretland yrði hjálenda ESB, líkt og Ísland og Noregur eru í gegnum EES-samninginn. Boris Johnson tók af öll tvímæli; Brexit er niðurstaða lýðræðislegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og skal framfylgt.

Johnson fær stuðning frá Trump fyrst og síðast af þeirri ástæðu að Bandaríkjaforseta er annt um þjóðríkið. Það vill stundum gleymast að án þjóðríkis er ekkert lýðræði. Samanber Evrópusambandið sem er embættismannaveldi.


mbl.is Verði að afnema höft á bresk fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband