Egill Helga uppgötvar þjóðhyggju

Egill Helga álitsgjafi og umræðustjóri uppgötvar þjóðhyggju þegar nærri brauðstriti hans er hoggið með því að Reykjavíkurborg auglýsir á samfélagsmiðlum en ekki íslenskum fjölmiðlum. Egill skrifar

Æ stærri hluti af fjölmiðla- og menningarneyslu okkar fer fram í gegnum stóra alþjóðlega, fyrst og fremst bandaríska, auðhringi. Google, Facebook, Amazon, Netflix. Í raun er furðulegt hversu fáir andæfa þessu – það er eins og baráttan fyrir menningarlegu sjálfstæði þyki hallærisleg.

Á liðnu hausti þóttist Egill ekkert skilja þjóðhyggju, við værum hvort eð er svo alþjóðleg og sæl í neyslunni á öllu útlendu.

Þjóðhyggja er að búa að sínu. Andstaðan við orkupakkann er þjóðhyggja; við viljum stjórna náttúruauðlindum okkar á íslenskum forsendum. Að tala íslensku er þjóðhyggja og sömuleiðis að halda úti menningarstarfsemi eins og fjölmiðlum á eigin tungu.

Þjóðhyggja er, þegar öllu er á botninn hvolft, sú afstaða að íslenskt samfélag, saga og menning er heimili okkar sem ekki er falt á alþjóðlegum markaði.  

Skilningsljósið kviknaði loks hjá Agli þegar það rann upp fyrir honum að alþjóðavæðingin, sem hann annars mærir dag inn og dag út, gerir íslenska fjölmiðla fullkomlega óþarfa.Það liggur í hlutarins eðli að í alþjóðavæddum heimi eru íslenskir fjölmiðlar eins og krækiber í helvíti.

Þjóðhyggja er aðeins hallærisleg í huga þeirra sem haldnir eru sjálfsfyrirlitningu á þjóð sinni og menningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sósíalisti verður þjóðernissósíalisti.

Sköpunarverkið er fullkomnað.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.8.2019 kl. 10:59

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Vonandi sjá sem flestir í tíma að þjóðhyggja er sjálfvirðing friðsamar smáþjóðar sem er herlaus og vopnlaus og hefur aldrei kúgað aðrar þjóðir. Vanmáttur okkar er styrkur okkar.

Vesalingar á Íslandi falla hinsvegar í hrönnum fyrir áróðrinum um að þjóðríki og 200 mílna landhelgi sé ógn við umheiminn. Þeir berjast gegn hættulegri þjóðhyggju svo að Ísland leggi ekki undir sig heiminn! Samkvæmt því hljóta foreldrar með sjálfvirðingu sem elska börnin sín og hugsa vel um sig og sína að vera hættulegt fólk. 

Benedikt Halldórsson, 18.8.2019 kl. 15:24

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Lokasetningin í pistli EH innrammar kjarnann:

Þess utan borga hvorki Google né Facebook skatta á Íslandi þrátt fyrir viðamikla starfsemi hérlendis. Sem er auðvitað óþolandi.

Samkvæmt EES samningnum er ríki og sveitarfélögum skylt að bjóða út öll verkefni þar sem kostnaðaráætlun fer yfir ákveðin mörk, sem eru nokkuð lág. Því ber ríki og sveitarfélögum að versla við þann sem lægst býður, svo fremi hann er innan ES/EES. Ekki er heimilt að reikna þar inn bakgreiðslur vegna skatta og því oftar en ekki sem lokakostnaður verður mun hærri þegar upp er staðið, vegna þess að viðkomandi verksali býr utan Íslands.

Ætli EH hafi einhverjar áhyggjur af því?

Gunnar Heiðarsson, 18.8.2019 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband