Boris skilur, Gulli og Þórdís eru skilningslaus

Sjálfstæðismenn í Bretlandi undir forystu Boris Johnson fara aðra leið en flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði Íslands. Boris telur sjálfstæði færa Bretum velmegun og reisn. Sjálfstæðisflokkurinn með Gulla utanríkis og Þórdísi iðnaðar í forgrunni er úrtöluflokkur; ef við beygjum okkur ekki undir yfirráð ESB yfir orkumálum Íslands verði vandlifað á Fróni.

Boris skilur að árangur í pólitík er að hafa trú og sannfæringu. Í samanburði við hann eru Gulli og Þórdís framlenging embættismannaveldis, hafa hvorki trú né sannfæringu.

Eftirspurn er eftir stjórnmálamönnum eins og Boris en verðfall á Gullum og Þórdísum. 

Sjálfstæðisflokkurinn mældist undir 20 prósentum í fylgi áður en Boris kom á vettvang. Hann mun tröllríða fjölmiðlum næstu þrjá mánuði hið minnsta. Samanburðurinn við flatneskjuna í Sjálfstæðisflokknum verður himinhrópandi og eftir því lækkar fylgið. Velkomin í heim samanburðastjórnmála, Gulli og Þórdís.

 


mbl.is „Gríðarleg tækifæri felast í Brexit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Thad er skelfilegt ad horfa upp á forystu síns flokks gerast undirlaegja embaettismannakerfisins og bjúrókratíunnar í Brussel. Forysta Sjálfstaedisflokksins hefur tekid vid keflinu ad samfylkingunni og vidreisn, thegar kemur ad thví ad draga kjarkinn úr landsmönnum og gera lítid úr sjálfstaedi Íslands. Hafi hún aevarandi skömm fyrir og megi hún hröklast út í hafsauga, sem allra fyrst.

 Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 28.7.2019 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband