Vald og umboð þingmanna

Þingmenn og flokkar þeirra sækja umboð til kjósenda að fara með opinbert vald. Stjórnmálaflokkar sem ætla að keyra í gegnum þingið mál sem þeir hafa ekki umboð fyrir frá kjósendum eru komnir út í ófæru.

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa ekki umboð frá sínum flokksstofnunum, hvað þá kjósendum, að knýja í gegn 3. orkupakkann.

Umræðan hefur leitt í ljós að 3. orkupakkinn er stórmál, ekki tæknilegt útfærsluatriði. Þingmenn geta ekki farið með slík mál í gegnum þingið án umboðs frá kjósendum. Það yrði misnotkun á opinberu valdi.

3. orkupakkanum ætti að fresta fram yfir næstu þingkosningar. 


mbl.is Stólar á að þingmenn finni til ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Páll, og þessi áherzla kom m.a. fram í ágætri ræðu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi í gær. Sú ræða birti mjög skýrt, að stjórnarflokkarnir hafa ekkert umboð til að keyra orkupakkann í gegn, enginn þeirra var fylgjandi honum við síðustu alþingiskosningar, þvert á móti, og því er hjákátlegt að þingmenn þeirra nú tali um, að "leiða þurfi þingviljann í ljós"!

Hér er hægt að horfa og hlusta á þessa snjöllu 5 mínútna ræðu Bergþórs, með sláandi röksemdum hans frá og með 1 mín. 40 sek.: 

https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20190605T164824

Jón Valur Jensson, 6.6.2019 kl. 08:04

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er auðvita mergur málsins. Ekkert umboð, því málið var aldrei reifað fyrir kosningar og reyndar ekki heldur síðar. Þetta er eins og Gunnar Rögnvalds segir - þetta er bara svona bara mál.

Ragnhildur Kolka, 6.6.2019 kl. 09:41

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Einmitt. Og úr því að OP1 og OP2 voru ekki ræddir er ekki óeðlilegt að OP3 sem kemur á undan OP4, sé umdeildur. Helstu "rökin" fyrir OP3 er að úr því að OP1 og OP3 voru ekki ræddir á sínum tíma sé umræðan fyrnd! Of seint að hafa skoðun! 

Benedikt Halldórsson, 6.6.2019 kl. 10:46

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þögn þingmanna stjórnarflokkanna og skortur á útskýringum ráðherranna um hvaða gagn íslenska þjóðin hafi af OP3 er ærandi.

Annað hvort hafa stjórnarþingmenn enga afstöðu til málsins eða þeim bannað að fjalla um málið og þá væntanlega undir hótunum.

Allt þetta mál er hið furðulegasta, einkum hvað að ríkisstjórninni snýr.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.6.2019 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband