Valdið fer frá alþingi, Áslaug, það er vandinn

Orkupakki ESB er ekki á dagskrá alþingis í þágu íslenskra hagsmuna, heldur erlendra. Íslenskur almenningur er sáttur við raforkumál, fær trygga orku á hagstæðu verði. En íslensk stjórnvöld stóðu ekki vaktina og Ísland var tengt raforkustefnu ESB með orkupakka eitt og tvö þegjandi og hljóðalaust.

Fullur hryllingur orkustefnu ESB rennur upp fyrir Íslendingum með orkupakka 3; einkavæðing orkunnar kemst á dagskrá og yfirstjórn orkumála flyst til Brussel.

Almenningur andmælir. Grasrótarsamtök, Orkan okkar, eru stofnuð. Fundir eru haldnir í stjórnmálaflokkum, t.d. Sjálfstæðisflokknum og Framsókn, þar sem nær allir viðstaddir eru á móti.

En hvað gerir alþingi? Jú, meirihlutinn þar segir að Ísland verði, vegna EES-samningsins, að samþykkja 3. orkupakkann.

Svo kemur Áslaug Arna ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar alþingis og segir að ,,valdið er hjá alþingi".

Hvers vegna þessar blekkingar, Áslaug Arna? 

Við getum stöðvað yfirtöku ESB á raforkumálum þjóðarinnar með því að hafna 3. orkupakkanum. Rökin eru okkar megin. Enginn sæstrengur er enn á milli Íslands og Evrópu. Skýr og ótvíræð fordæmi eru fyrir undanþágum í slíkum tilfellum, t.d. er varða reglur um lestir og skipaskurði.

Miðflokkurinn, einn þingflokka á alþingi, hefur staðið í ístaðinu gegn ásælni ESB í íslenska raforku. Miðflokkurinn er merkisberi sjálfstæðismanna. Flokkur Áslaugar Örnu er ESB-úlfur í sauðagæru.


mbl.is Valdið hjá Alþingi óháð fyrirvörunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Segjum sem svo að smitsjúkdómur bærist til Íslands.

Við myndu verja okkur eftir bestu getu en skiptar skoðanir meðal sérfræðinga um varnir A eða varnir B skipta þjóðinni í tvær fylkingar enda mikið í húfi eins og í OP3 málinu.

Risastóri munurinn er sá að OP3 er ekki smitssjúkdómur. Orkupakkinn er bara áhætta án ávinnings. Það er eins og að leggja stórfé undir í Las Vegas án möguleika á vinningi. 

Benedikt Halldórsson, 1.6.2019 kl. 18:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef ráðstjórn orkumála Íslnds skilur ekki þessi haldbæru rök hér,en fávísir ná því á "nóinu" skil ég ekki hvað þeir hafa að gera á Alþing Íslendinga. Veljum rök en ekki skrök! 

Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2019 kl. 18:24

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér sýnist hrokinn vera að yfirtaka Sjálfstæðisflokkinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.6.2019 kl. 18:26

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tuðarinn getur ekki annað en velt vöngum yfir því, þar sem enginn er strengurinn, hvers vegna RARIK gat barasta ekki áfram haldið áfram að senda út sína reikninga fyrir orkunotkun okkar, þegar orkupakkar 1 og 2 voru innleiddir. Nokkuð sem allir ættu að íhuga. Það þarf að því er virðist engan streng. Strengur skiptir engu máli. Um leið og pakkinn er samþykktur, sest Landsreglarinn upp á okkur og tekur okkur í rassgatið, ósmurt í boði esb og nýstofnaðra ´´samkeppnisaðila á orkumarkaði´´.

 Ferlið er þegar hafið.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.6.2019 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband