Tvær hægristefnur, tvær manngerðir, tveir flokkar

Hægristefna er til í tveim meginútgáfum. Aðra má kenna við raunsæi en hina við hugsjónir. Sú fyrri hverfist um gildi og stofnanir en hin seinni um háleit markmið.

Raunsæishægrið lítur á manninn og samfélagið sem afleiðingu af langtímaþróun sem ætti að fikta sem minnst í með pólitískri tilraunastarfsemi. Hugsjónahægrið er aftur tilbúið með sniðmát um hvernig hlutirnir eigi að vera. Hugsjónamenn eru ginnkeyptir fyrir stórum hugmyndum, þeir raunsæju spyrja hvað virkar.

Hvor stefnan um sig laðar til sín ólíkar manngerðir. Íhaldssemi og þjóðhyggja einkenna  raunsæisfólkið en frjálslynd alþjóðahyggja er áberandi meðal hugsjónaliðsins. Við eigum að breyta heiminum segja þeir sem eru á valdi hugmynda. Framkvæmdin eyðileggur iðulega fegurstu hugmyndir svara þeir sem eru með báða fætur á jörðinni. 

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 af stórum íhaldsflokki og smáflokki frjálslyndra. Á seinni tímum færist móðurflokkurinn yfir væng hugsjóna á kostnað raunsæis. Miðflokkurinn er valkostur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband