Ég trúi á vísindi - og er heimskari fyrir vikið

Vinstrimenn trúa margir á vísindi, einkum ef forliðnum loftslag er skeytt framan við. En trú og vísindi eru sitthvað, eins og Robert Tracinski rekur í snilldargrein.

Kjarni vísinda eru staðreyndir, sannanir, kenningar, tilgátur og tilraunir. Vinstrimenn láta sér næga kenningar og hafa gert allar götur frá Karli Marx. Afleiðingarnar eru skelfilegar.

Vinstrivísindamenn í loftslagsfræðum leita að rökum fyrir gefinni niðurstöðu, að jörðin hlýni af mannavöldum. Það eru ekki vísindi heldur samsæri gegn sannleiksleit í nafni trúarbragða.

Meiri líkur eru á að Norður-Atlantshaf sé að kólna en hlýna. En í Reykjavík sitja vinstrivísindamann á málstofu um ,,viðvörun úr norðri" - vegna hlýnunar.

Loftslagssvindlið sem gerir kalt hlýtt og svart hvítt dregur þann dilk á eftir sér að vísindin verða ómarktæk. Það er heldur leitt því vísindin eru góð til síns brúks. En þau eru ónýt sem trúarbrögð.

 

 


mbl.is Í beinni: Viðvörun úr norðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ákaflega furðuleg þráhyggja að hafna niðurstöðum vísindanna á þeirri forsendu að ef tekið er mark á þeim jafngildi það trúarbrögðum. Og að þetta komi vinstri- eða hægristefnu eitthvað við er enn sérkennilegri afstaða.

Ég hvet þig til að reyna kannski að kynna þér þetta mál áður en þú heldur áfram að góla um samsæri alls staðar í kringum þig. Eða hver er eiginlega tilgangurinn með þessum málflutningi? Er hann bara sá að reyna að afvegaleiða fólk, eða trúir þú í alvöru þessum samsæriskenningum þínum?

Þú þarft ekki að leita lengi til að finna traustar rannsóknir sem sýna svo ekki verður um villst fram á hlýnun bæði loftslags og sjávar og jafnframt með hvaða hætti útblástur CO2 hefur áhrif á þetta.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.4.2019 kl. 15:27

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég hef einmitt kynnt mér umræðuna, Þorsteinn, og mín niðurstaða er sú að manngert veður sé tilbúningur. En endilega haltu í þína trú. Sælir eru einfaldir.

Páll Vilhjálmsson, 5.4.2019 kl. 15:43

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fyrst þú hefur kynnt þér málið Páll, bentu mér þá endilega á hvar þú fannst bestu rökin fyrir því að hlýnun jarðar sé af manna völdum.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.4.2019 kl. 15:52

4 Smámynd: Hörður Þormar

Vísindi byggjast ekki á pólitík heldur á reynslu mannsins. Vísindalegar kenningar verða aldrei fullsannaðar, hins vegar afsannast þær ef þær standast ekki alla reynslu.

Þetta á við um kenninguna um mannleg áhrif á hlýnun jarðar. Hún er ekki sönnuð, en því fer víðsfjarri að hún sé afsönnuð, þetta kemur vinstripólitík alls ekkert við. Ég tel að ef einhverjar líkur eru á því að mannleg hegðun geti haft áhrif á loftslagið, þá beri að neyta allra ráða til þess að hafa þau sem allra minnst.

Ég man að fyrir nokkrum árum kom fram sú kenning að með hlýnandi loftslagi á jörðinni þá myndi veðurfar væntanlega kólna á N-Atlantshafi. Þetta sýnist vera mótsögn, en stafar af minnkandi flæði Golfstraumsins, m.a. vegna leysingavatns frá Grænlandsjökli. Ef þetta er raunin, þá styður það kenninguna um loftslagshlýnun.

Það að tala um "hlýnunarsvindl" og "ónýt trúarbrögð", ég tala nú ekki um að blanda Karli gamla Marx í málið, sýnist mér bera vott um nokkra vanstillingu.

Loks ætla ég svo að benda á pistil um þetta málefni eftir þýska prófessorinn Harald Lesch, sem að vísu er prófessor í geimvísindum og því kannski mesti "einfeldningur" á sviði loftslagsmála:                 Ist die Sonne schuld am Klimawandel? | Harald Lesch               

Hörður Þormar, 5.4.2019 kl. 17:32

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég safna greinum um ýmis mál. Man ekki hvar ég fann þessa grein(ar)hér að neðan en hún er ágætis lesefni. 

 "Líkur eru til þess að „litla ísöldin“ sem hófst upp úr 1300 og lauk á 19. öld hefði þróast áfram í raunverulegt kuldaskeið hefði iðnbyltingin (kolabrennsla) með öllum sínum CO2-útblæstri ekki komið til sögunnar, og síðan olíu- og gasbrennsla 20. aldar."

C02 er bæði orsök og afleiðing hlýnunnar. Við vitum að nú er að hlýna og þess vegna eykst koltvíoxíð í andrúmsloftinu og það hlýnar vegna þess að koltvíoxið í andrumsloftinu eykst. "Þegar hiti eykst, þá eykst einnig vatnsgufa í andrúmsloftinu. Vatnsgufa er gróðurhúsalofttegund sem eykur á hlýnunina, sem aftur eykur vatnsgufuna og svo koll af kolli. En það eru einnig dempandi svörun í loftslaginu, en meiri vatnsgufa í andrúmsloftinu getur aukið skýjamyndun sem getur endurkastað inngeislun sólar – kælandi áhrif."

"Of lítill greinarmunur er gerður á loftslagsbreytingum sem vísindalegu viðfangsefni annars vegar og pólítískum og efnahagslegum aðlögunar- eða mótvægisaðgerðum vegna loftslagsbreytinga hins vegar. Sumum finnst þó augljóst að séu engar loftslagsbreytingar í pípunum sé engra aðgerða þörf vegna þeirra. En er það rétt ályktun," spyr Trausti Jónsson. "Æskilegt er að greinarmunur sé gerður á veðurfarsbreytingum annars vegar og svokölluðum hnattrænum umhverfisbreytingum hins vegar. Þær fyrrnefndu eru aðeins hluti af þeim síðarnefndu. Greinarmun verður einnig að gera á veðurfarsbreytingum almennt og þeim breytingum sem taldar eru vera af manna völdum. Umhverfisbreytingar af manna völdum eru mjög umfangsmiklar, sumar þeirra kunna að hafa áhrif á veðurfar, beint eða óbeint - aðrar ekki. Ekki er almennt samkomulag um hversu stór hlutur mannsins er í þeim breytingum sem þegar hafa orðið og ræður afstaðan til þess oft afstöðu til framtíðarhorfa," skrifar fræðimaðurinn og bendir á að fjölmargir mótunarþættir ráði loftslagi, bæði staðbundnu og á heimsvísu: "Einfaldast þykir að kenna auknum gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum um hlýnunarhrinu síðustu 35 ára, enda er magn gróðurhúsalofttegunda sá mótunarþáttur varmajafnvægis lofthjúpsins sem mest og reglulegast hefur breyst á þessum tíma. Ef rekja á hlýnunina eftir 1980 eingöngu til náttúrulegra orsaka - en ekki aukningar gróðurhúsaáhrifa - þýðir það jafnframt að næmi veðurkerfisins í heild gagnvart breytingum er ískyggilega mikið." Og hér byrjar flækjan, alveg ofboðsleg flækja, skrifar Trausti: "Flækjustigið stafar ekki síst af því hversu nátengd öll náttúran er, ótrúlegt dæmi sem flestir þekkja er þetta með flúorkolefnin og ósonið. Það magn sem sleppt er af þessum efnum virðist í öllum skilningi sáralítið, en óheft losun þeirra getur samt haft gríðarlegar (óbeinar) afleiðingar í lífríkinu - og reyndar á veðurfar líka. Allir vita að aukið magn koltvísýrings og þar með aukin gróðurhúsaáhrif stafa af inngripi manna í náttúrulega hringrás kolefnis, en minna fer fyrir umræðu um þau stórkostlegu inngrip sem eiga sér einnig stað í hringrás allra annarra efna sem koma við sögu lífsins. Yfirsýn yfir afleiðingar athafna mannsins á t.d. nitur-, brennisteins- og fosfórhringina er af ískyggilega skornum skammti - og umræður utan þröngs hrings sérfræðinga og umhverfisverndarsinna nær engar." Hann segir að því miður vilji umræðan um bæði veðurfarsbreytingar og hnattrænar umhverfisbreytingar almennt, oft þrengjast í einn farveg: Hækkun hita af völdum losunar á koltvísýringi, það sé það sem málið virðist snúast um: "En eru þá umhverfisbreytingar einungis fall af hita? Sennilega sjá flestir að það getur varla verið, fleira hlýtur að koma við sögu. Ef til vill má finna einhverja málamiðlun sem gengur út á það að segja að því meiri sem hitabreytingar verða, því líklegri verði umhverfisbreytingar. En getum við komið í veg fyrir umhverfisbreytingar með því að halda hitaaukningu einni og sér í skefjum? Hversu miklar breytingar komum við í veg fyrir með því að halda hitaaukningu í skefjum? Er leiðin til baka örugglega til minnkandi umhverfisbreytinga eða leiðir hún til enn meiri breytinga, sem ella hefðu ekki orðið? Eða er sú leið að draga úr hita - eða að koma í veg fyrir hugsanlega hækkun hans - einungis friðþæging sem fær okkur til að líta framhjá öllum öðrum breytingum sem e.t.v. eru hættulegri," Trausti enn í pistli sínum. "Svipaðar vangaveltur koma upp þó við hættum að tala um umhverfisbreytingar, en einbeitum okkur að veðurfarsbreytingunum einum. Fyrsta spurningin er hvort veðurfarsbreytingar séu mælanlegar með einni tölu, svokölluðum meðalhita jarðar eða norðurhvels? Ég held að flestir átti sig á því að svo er ekki. Það er reyndar ekki svo auðvelt að reikna meðalhita jarðar og þeir sem reyna fá út mismunandi tölur." Hann bendir á þetta: "Allir þeir sem sjá ógn í einhvers konar Golfstraumshiksta átta sig á því að fullgróft er að nota eina tölu fyrir heim allan, svæðisbundið getur þróun hitafars verið með talsvert öðrum hætti en meðaltalið. En þá er aftur komið að því sama, vex svæðisbundinn breytileiki eingilt með hækkandi hita? Er hugsanlegt að einhver ákveðin hitahækkun sé hættulegust hvað hringrás sjávar áhrærir? Það veit auðvitað enginn." Og hann blandar pólitík í urmæðuna, svo sem eðlilegt er: "Spurt hefur verið hvers vegna stjórnmálaskoðanir komi við sögu þessa máls. Eru náttúruvísindin ekki laus við stjórnmál, er ekki eitthvað sem heitir bara staðreynd málsins, óháð hægri, vinstri, upp og niður? Í sumum tilvikum innan náttúruvísindanna er það svo, lögmál varmafræðinnar eru t.d. algjörlega ópólítísk. Staðreyndir þessa máls eru þær að á undanförnum árum og áratugum hafa verið skrifaðar hundruð þúsunda greina sem varða veðurfarsbreytingar, sumar eru þokukenndar og aðrar skýrar, en enginn hefur lesið þær allar. Fjölmenn alþjóðanefnd (IPCC) vinnur nótt og dag við það að draga saman niðurstöður rannsókna og tekur saman þykka, loðna- og oft mótsagnakennda doðranta, sem stöku maður les lesa eða flettir." Hann efast um að hægt sé að finna einfaldan sannleika, já eða nei, í svona miklum skrifum, jafnvel í tveggja síðna útdrætti fyrir stjórnmálamenn og framkvæmdastjóra: "Sá sem fær í hendur 5 þúsund síðna bók þar sem sýnt er fram á að 2 plús 2 séu fjórir verður ófær um að dæma það sjálfur. Ég verð að taka stökk og trúa því sem mér finnst og það er fullkomlega eðlilegt að næsti maður komist að annarri niðurstöðu. Ég kemst fyrst og fremst að þeirri niðurstöðu að ég verði að taka ákvörðun sjálfur, allar ákvarðanir í umhverfismálum byrja hjá mér, mér er síðan frjálst að velja mér stjórnmálamenn til að gera mér ákvörðunina bærilega feli hún á annað borð í sér einhverja fórn," skrifar Trausti. Og botnar skrif sín sviona: "Efnislegt framhald þessa texta verður óhjákvæmilega pólítískt eða siðfræðilegt og lesendur verða því að leita þess annars staðar en hjá þeim sem þetta skrifar."

Benedikt Halldórsson, 5.4.2019 kl. 19:02

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Viðar Þorsteinson framkvæmdastjóri Eflingar hefur engar efasemdir um þær vísindalegu sönnuðu hörmungar sem bíða okkar ef við komum ekki á sósíalisma til að vinna "okkur" í gegnum erfiðleikana. 

Ég get fundið ótal dæmi um hvernig stjórnmálamenn og frekjutröll nota "vísindin" til að troða áhugamáli sínu ofan í okkur kok. Það er svo kæfandi. Verður sem verður. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og alles er það skárra en sósíalismi en milljónatugir urðu úti vegna hans. 

"Lausn í loftslagsmálum finnst ekki innan kapítalismans, kapítalisminn er vandamálið"https://sosialistaflokkurinn.is/2017/06/26/lausn-i-lofstlagsmalum-finnst-ekki-innan-kapitalismans-kapitalisminn-er-vandamalid/

Benedikt Halldórsson, 5.4.2019 kl. 19:27

7 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Í 900 ár þá eru vísindamenn búnir að þykjast hafa rétt fyrir sér. 

Einn maður kom með einfalda kenningu um loftslags málin og einfalda kenningin er sú að LOFTÞRÝSTINGUR jarðar gangi í bylgjum. 120 ára bylgjan upp og niður og svo 90 ára byljgan og jafnvel 60 ára bylgjan. 

þessi vísindamaður vill meina það að loftrþýstingur jarðar se að nálgast neðsta hluta kurfunar á 120 ára bylgjunni og líka þá sé onnur bylgja að meðaltali að sameinast 120 ára bylgjunni með neðsta hluta kúrfinnar. 

þetta þýir einfaldlega að þegar að loftþrýstingur á jorðinnni er kominn í lægsta í kannski 120 ár að meðatali að þá verða hvirfilbylir hææra og stærri og auknar líkur á jarðskjalftum og lika hækkun verður á sjávarborði og líka að þá hlýnar á jorðinni vegna þess að vindur á greiðari leið yfir yfirborðið og eldgos geta orðið tíðari. 

þessi einfalda kenning hinsvegar kollvarpar TRILLION DOLLARA iðnaði og þeir sem að velta þessum trillion dollara iðnaði fara í vorn og skjóta þetta auðvitað niður og þá peningana vegna. 

það er nefnilega enginn peningur í þessari kenningu !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Enginn talar um hið stor hættulega gat í ósónlaginu lengur og sú umræða trollreið öllu og var seinasta heimsenda spáin og þeir VÍSINDAMANN, sem að þottust hafa rétt fyrir sér á þeim tíma og það ekki fyrir ýkja longu síðan, þegar núna þunnu hljoði. 

Visindamenn eru tilbúnir með 3 heimsenda spánna á minni tíð og verður sú heimsenda spa sett fram um leið og þegar að kolefnis umræðan hættir að vera í tisku og dú hrimdrnfs spá snýst um hið STÓRHÆTTULEGA SEGULSIÐ JARÐAR og breytinguna á segulsviðinu. 

kv

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 5.4.2019 kl. 19:51

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það kitlar óneitanlega hláturtaugarnar að til að grafa undan kristnum trúarbrögðum veifuðu menn vísindunum. Nú hafa vísindin tekið stöðu trúarbragðanna og um leið flýgur rökhyggjan út um gluggann. Nú segja menn að vísindin séu -endanlega afgreidd- eins og það sé vísindaleg niðurstaða. Hvert fór eiginlega trúin á vísindin?

Ragnhildur Kolka, 5.4.2019 kl. 21:29

9 Smámynd: Hörður Þormar

Benedikt Halldórsson. Ef þú hefur áhuga, þá ætla ég að benda þér á heimildarmynd um eldgos, e.t.v. það stærsta í 10 þús. ár. Það var á árunum 1257-1259 á eyju í Indónesíu.

Heimildir eru um mikið hallæri á Bretlandseyjum og víðar um svipað leyti.

Í "Gamla sáttmála" er Noregskonungi skylt að senda 6 skip árlega með matvælum til Íslands. Er kannski eitthvað samhengi þar á milli?                    Doku - Rätselhafter Vulkanausbruch               

Hörður Þormar, 6.4.2019 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband