Skaup góða fólksins

Andstyggð á þjóðkirkjunni og Sjálfstæðisflokknum var á sínum stað. Kata Jak. var gerð að undirsáta móðurflokksins og Samfylkingin orðin svo ómerkileg að hún fékk ekki atriði. Dittó Píratar.

Pólitískur rétttrúnaður trompar heilbrigðisvernd enda blóðgjöf i þágu þeirra sem gefa en ekki þiggja.

Lélegasta innslagið var af fundi ungra sjálfstæðismanna þar sem gamlingjar brostu að misheppnaðri fyndni um góða fólkið. Þeir sem ekki geta séð sig í spéspegli eru hégómlegir.


mbl.is Tíst um Áramótaskaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð gagnrýnisatriði hjá þér hér, Páll.

Þrælpólitískt var margt í þessu skaupi, sem og andkirkjulegt og gerandi lítið úr Guðstrú (sjá aths. mína við blogg Ómars Ragnarssonar um þetta sama "skaup").

Jón Valur Jensson, 1.1.2019 kl. 02:59

2 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Við þetta má bæta að orðbragð var afar óheppilegt fyrir börn - mætti kæra RÚV fyrir klám

Jörundur Þórðarson, 1.1.2019 kl. 03:18

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Satt er það, Jörundur, ég hugsaði til þess, haldandi á yngra barnabarni mínu, sem er þó ekki komin á þann aldur að hafa "vit" á slíkum dónaskap.

En svona skrifaði Baldur Muller á Facebók um þetta meinta skaup:

"Áramótaskaup Rúvara einkenndist af mikilli vinstrimennsku eins og við var að búast enda Jón Gunnar Kristinsson einn handritshöfunda. Gert var grín að kirkjunni og hún tengd óréttilega við kynferðislega áreitni. Forseti danska þingsins var sýnd sem nazisti og hallað var mjög á karlmenn." ---Ég er Baldri sammála.

Og tvær nýjustu athss. þar:

Jóhannes H Laxdal það voru heil fjögur atriði sem voru fyndin í þessu skaupi

Stjórna

Jón Valur Jensson, 1.1.2019 kl. 03:45

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir settu samt pípið á lélegasta atriðið að mínum dómi;kjaftaskana í klaustrinu þar sem !"gervi" Sigmundar kjaftaði út í eitt,maðurinn sem sagði lítið í grófpússaðri aðgerð upptöku brota aðila, ekkert til að býsnast yfir.

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2019 kl. 04:05

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það þarf ekkert að gera grín að "skipulögðum" trúabrögðum.

Þau sjá nógu vel um það sjálf að gera sig að athlægi.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.1.2019 kl. 04:10

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað eru skipulögð trúarbrögð Pírati góður.

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2019 kl. 04:16

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stofnanir sem stunda trúboð.

Hvers vegna kennirðu mig ekki við neinn alla hinna flokkana sem ég er skráður í, Helga Kristjánsdóttir aukasjálf Páls Vilhjálmssonar?

Guðmundur Ásgeirsson, 1.1.2019 kl. 04:35

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heldurðu að þú sért alræmdur drengur minn,? Hvað er aukasjálf?

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2019 kl. 05:14

9 Smámynd: Gissur Örn

Þetta gleður mig. Þetta segir manni að höfundum skaupsins tókst að gera skaup sem framtíð landsins finnst fyndin og fortíðin vælir yfir. Sérstaklega finnst mér það fyndið að Jón Valur vitni í leynipersónuna sína á FB Baldur Muller eins og það skipti einhverju máli hvað honum finnist. Það er greinilegt að ykkur vantar mörgum græðandi smyrsl á rasssærið ykkar. Eigið gott ár :-)

Gissur Örn, 1.1.2019 kl. 13:16

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér fannst skaupið lélegt, en ef einhver mun þýða það fyrir mig yfir á íslensku, er ekki útilokað að ég skipti um skoðun.

Samt var augljós slagsíða vinstri villu á fyrirbærinu, hommadekur, hatur á þeim sem berjast gegn taumlausum innflutningi frá þriðja heiminum og andúð á kristinni trú (það síðastnefnda er mjög einkennandi fyrir vinstri menn).

Guðmundur Ásgeirsson, ertu skráður í marga flokka? Veistu ekkert hvaða skoðanir þú hefur? Eða eru kannski flestir stjórnmálaflokkar ekki með neina stefnu, eða allir með sömu stefnuna?

Ég hallast frekar að því síðastnefnda og að margir flokkar séu bara stofnaðir í kringum valdagræðgi stofnendanna, hvort sem þeir heita Inga Sæland, Sigmundur Davíð og auðvitað VG á sínum tíma, þegar Steingrímur J. sá hættu á að hann myndi detta af þingi, ef vinstri menn sameinuðust í einn flokk.

Theódór Norðkvist, 1.1.2019 kl. 13:34

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekki samimmaður og Baldur Muller, Gissur Örn, og verð það ekki, þótt þú segðir það þúsund sinnum eins og fleiri ósannsöglir. Svo máttu vanda málfar þitt á nýja árinu.

Guðmundur og aðrir hér, gleðilegt ár. En um 1200 milljónir kaþólikka, sem stunda messur og trúrækni í hlutfallslega mun meira mæli en meðlimir ýmissa ríkistengdra kirkna, eru ekki til vitnis um, að þeir líti svo á kirkju sína, að hún hafi "gert sig að athlægi" með því að vera "skipulögð trúarbrögð". Án skipulags verður lítið úr framkvæmdum hugsjónarmanna, það ættirðu að vita. Kaþólskir líða ekki fyrir það, að messur séu skipulagðar og um þær annazt af milljónum messuþjóna, að Guðshús þeirra hafi verið reist, að guðsþjónustuform hafi verið saman tekin, að höfundar Biblíuritanna hafi skilað þeim arfi til kynslóðanna, að innblásnir menn eins og sr. Valdimar Briem, Sveinbjörn Egilsson, sr. Matthías Jochumsson, sr. Helgi Hálfdánarson, sr. Friðrik Friðriksson og ótalmargir alþjóðlegir höfundar sálma og trúarlegra tilbeiðslu- og jólasöngva hafi samið þá í sínu trúarlega samhengi og veitt öðrum hlutdeild í þeim.  smile

Hér er góður texti frá enska kirkjumanninum William Temple, texti sem á litlu korti féll út af borðinu hjá mér áðan, en á hér mjög vel við og ekki sízt á nýjum degi nýs árs þegar margir eru reiðubúnir að skoða hlutina upp á nýtt:

WORSHIP

is to quicken [endurlífga] the conscience to the

HOLINESS OF GOD

to feed the mind with the

TRUTH OF GOD,

to purge the imagination with the

BEAUTY OF GOD,

to open the heart to the

LOVE OF GOD,

to devote the will to the

PURPOSES OF GOD.

Jón Valur Jensson, 1.1.2019 kl. 13:54

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fínt skaup og miklu betra en það hefur oft verið. Klausturmálinu hefði mátt gera miklu hnyttnari skil en það verður að taka til greina að það var auðvitað ekki mikill tími til stefnu. "Skopmyndateiknari" Moggans var frábært atriði og mjög lýsandi fyrir vissan hóp manna :)

Þorsteinn Siglaugsson, 1.1.2019 kl. 22:32

13 Smámynd: Benedikt V. Warén

Af hverju var ekki gert grín af Helga Hjörvar eð vera með PRIKIÐ á viðkvæmum stað kvenna?  Skaupið var á þeim stað í siðferðinu, að ekki hefði Skaupgenginu verið skotaskuld að gera eitthvað með það.

Benedikt V. Warén, 2.1.2019 kl. 20:43

14 Smámynd: Benedikt V. Warén

Af hverju var ekki gert grín af Ágústi Ólafi Ágústssyni fara á fjörurnar við blaðakonuna.  Var ekki sóðakjaftur á honum, sem hæfði handriti Skaupsins?

Benedikt V. Warén, 2.1.2019 kl. 20:46

15 Smámynd: Benedikt V. Warén

Magnað að Skaupgengið hafði ekki tilfinningu fyrir því, hvenær atriði hafði náð hámarki sínu.    

Benedikt V. Warén, 2.1.2019 kl. 20:51

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Legg til að Skaup 2019 auglýsi eftir efni og almenningur fái tækifæri til að senda inn punkta úr skandal ársins.  Það er ótrúlegt hve venjulegt fólk er hugmyndarík og fundvíst á spaugilegar hliðar samfélagsins.  Það er ekki endilega einhverjir handvaldir gæðingar RÚV, sem eru bestir í því, eins og dæmin sanna.

Það verður allavega ekki úr háum söðli að detta.

Benedikt V. Warén, 2.1.2019 kl. 21:01

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður! laughing

Jón Valur Jensson, 2.1.2019 kl. 21:03

18 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Afi, á þetta ekki að vera þáttur fyrir alla fjölskylduna" spurði mig yngsta afabarnið, þegar munnsöfnuðurinn náði hámarki í skaupinu. Margir ágætis punktar í þessu skaupi, en hefði mátt hemja orðbragðið í sumum og satt best að segja er ég orðinn dulítið þteyttur á að horfa á grín, sem beint er að einstökum persónum. Mikið væri gott að fá eins og eitt skaup sem samsett væri úr góðum "sketsum" og bröndurum, sem óbeint vísuðu í mál og uppákomur liðins árs, til tilbreytingar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.  

Halldór Egill Guðnason, 3.1.2019 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband