Blaðamennska er ekki glæpur - eða hvað?

Arabíska sjónvarpsstöðin Aljazera er herferð að fá fréttamann sinn lausan úr egypsku fangelsi. Heiti herferðarinnar er Blaðamennska er ekki glæpur.

Blaðamennska er vestrænt fyrirbrigði og var glæpur í árdaga. Á leyfis yfirvalda mátti ekki birta stakt orð víðast hvar á vesturlöndum.

Yfirvöld líta svo á að frumskylda sé að halda völdum. Án yfirvalds er óreiða, stjórnleysi. Það kostaði blóðfórnir, byltingar, að fá vestræn yfirvöld til að viðurkenna mannréttindi, eins og tjáningarfrelsi, sem blaðamennska byggir á. 

Tjáningarfrelsið er iðulega notað til að grafa undan yfirvöldum. Nýlega var iðkanda tjáningarfrelsis í Bretlandi, Tommy Robinson, hent í fangelsi fyrir brot gegn valdsstjórninni - valda óspektum með tjáningu. Lítið fór fyrir herferð fjölmiðla að frelsa Robinson enda yfirlýstur hægrimaður.

Blaðamennska er ekki, og hefur aldrei verið, hlutlaust verkfæri. Mörkin á milli þess að upplýsa og andæfa eru óglögg, sömuleiðis á milli orðræðu sem leitar sannleikans og þeirrar er hefur í frammi lygar og blekkingar.

Þegar öllu er á botninn hvolft virkar tjáningarfrelsið, þar með talin blaðamennska, í samfélögum sem styðjast við sameiginleg grunngildi. Á byltingartíma og í stjórnleysi er tjáning vopn, oft hættulegri en byssukúla.

Ástæðan er þessi: orð löghelga yfirvald í einn stað en tortíma valdinu í annan stað. Sjálfsstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna og mannréttindayfirlýsing frönsku byltingarinnar eru dæmi um mátt orðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband