Samúð og skammir á samfélagsmiðlum

Maðurinn sýnir sínum nánustu skilning og væntumþykju. Það er eðli mannsins að um leið og þeim nánustu sleppir er styttra í andúðina. Samfélagsmiðlar breyta ekki eðli mannsins.

Þegar einhver opnar sig, eins og það er kallað, um veikleika sína í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum, er viðkomandi kominn á annan vettvang en sinna nánustu. Ef um er að ræða samkeppni, t.d. í íþróttum eða stjórnmálum, verður veikleikinn notaður gegn þeim sem játar sig standa höllum fæti. 

Þetta er einfaldlega hluti af mannlífinu. Hæfileiki mannsins til að setja sig í spor annarra og finna til með ókunnugum er takmarkaður. Gagnvart utanaðkomandi er maðurinn oft í samkeppni um félagslega stöðu, völd og auð. Þar er spurt um styrk og veikleika.

Sú hugsun, sem örlar á í viðtengdri frétt, að ný boðskiptatækni, t.d. samfélagsmiðlar, breyti eðli mannsins er ávísun á vonbrigði. Maðurinn, með kostum sínum og göllum, tekur ekki eðlisbreytingu með nýrri tækni.

Á hinn bóginn geta tækniframfarir magnað upp sum einkenni mannlegrar náttúru. Til dæmis þau að baktala náungann, leyfa ókunnugum ekki að njóta sannmælis. 

 


mbl.is Hengdu þig almennilega næst!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband