Katrín hvetur konur til að mismuna körlum

Forsætisráðherra gefur það út að konur í valdastöðum eigi að hygla konum á kostnað karla.

Æ fleiri konur komast í valdastöður í samfélaginu, Katrín Jakobsdóttir er talandi dæmi.

Það er ekki í anda jafnréttis að hvetja til þess að annað kynið mismuni hinu.

Vinsamlega leiðréttu skilaboðin, Katrín.


mbl.is Konur auki tækifæri annarra kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Minnir á kröfu kvenna að fá að lát rödd sína heyrast. Í dag má karlinn sitja undir stöðugum árásum og lítillækandi glósum frá konum. Leyfi þeir sér að andmæla er það kallað kynbundið ofbeldi. 

Fólk ætti kannski að horfast í augu við að það er ekkert sem heitir jafnrétti í náttúrunni. Darwin sá það en síðan hefur þeirri kenningu verið snúið á hvolf og nú eiga Vesturlönd að þjóna fólki sem er rétt komið af steinaldarstiginu og vill halda því áfram (bara á velferð). Fólk sem glímir við -frammistöðuvanda- fær stuðning og tíst úr öllum áttum og óendanlegan tíma hjá fjölmiðlum. Þeir sem ekki hafa bolmagn til að mynda þrýstihóp eru varla virtir viðlits því aumingja væðingin trompar allt.

Ragnhildur Kolka, 27.11.2018 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband